Já, hehe, finnst þeir allir góðir sem ég hef spilað nema Spiro: Enter the Dragonfly… Það var eins og þeir hefðu verið að drífa sig agalega að koma honum út fyrir jólin og hann var svona eins og hann væri ókláraður… Ég er þannig í tölvuleikjum að ég fer í alla króka og kima í leiknum í leit að leynileiðum og flottum stöðum… En í þessum Spiro leik var ég alltaf að finna glitches þar sem ég datt í gegnum gólf eða veggi ef ég fór út af alfaraleið. :/
Já, ég á þetta til líka að hamast í leikjum og klára þá í einni - tveimur langsetum. Gerðist t.d. með GTA:VC, Another Code, Pikmin, Resident Evil 2 og 4, Soul Calibur I og II (story mode) og alla Spiro the Dragon leiki sem ég hef komist í. :P
Myndi skella mér á intel-makka og setja BootCamp forritið inn á hann… Þá geturðu bæði keyrt Windows og Mac OS á vélinni og verið seif. :) Getur svo skoðað verðin á http://www.apple.is/verdlisti. Bara spurning hvort þú vilt fartölvu, turn, iMac eða Mac Mini… Ef þú ætlar í turninn myndi ég frekar taka intel turn ef þér er mikið í mun að halda í Windowsið. Svo með Flight simulatorana. Ég er sjálfur með einn fjandi skemmtilegan sem heitir F/A-18 Hornet. Hægt að berjast online í honum og alles,...
Þetta er praktískara en á hinn veginn hvað vídjóið varðar… en þá er líka eins gott að þeir hafi gott í skjáglerinu svo þetta endi ekki eins og Nanóinn sem stíflar enn öll apple verkstæði vegna brotinna skjáa. :/
Ha? er komið verð á leikina? o_o En spekin er sú að það er auðveldara að galdra fram auka 3.000 kall á hvern leik (kanski 10.000 leikurinn) heldur en að kasta frá sér sextíuþúsundkalli í heilu lagi. Eitthvað svona damage control. DS vélin er líka niðurgreidd með svipuðu móti. En þar er auðvitað mun lægri upphæð á ferð. tölvan sett í 12.000 og leikirnir upp í 3.750 (eða það er meðalverðið sem ég hef látið fyrir DS leik allavega).
“Sjálfum leiðist mér Final Fantasy.” Öss, svona segir maður ekki! ;) :P Annars hef ég aldrei getað spilað dungeons and Dragons… Eini svipaði leikurinn sem ég hef virkilega fíla var Chrono Trigger sem kom út á SNES vélina. Ah, og athugaðu eitt: Grafíkin getur flokkast undir Nýung ef hún skarar fram úr. ;) Annars er ég ákveðinn í að fá mér Wii. Hún kallar mest til mín af þeim vélum sem hafa verið kynntar hingað til… Svo kanski seinna fæ ég mér PS3 til að spila Final Fantasy og Gran Turismo ef...
Tjah, RE4 átti upphaflega bara að vera fyrir GameCube vélina og mér fannst hann geggjaður þannig að ég ætla alls ekki að útiloka að RE leikurinn fyrir Wii vélina verði góður líka… Efa samt um að þeir nái að sitja á sér þegar þeir eru búnir með leikinn að gefa hann bara út fyrir Wii… Sennilega gerist það sama og með RE4 hehe.
æjjjiih!! verður hann með active battle system eins og FFCC!!?? :( Ef svo er, þá er eins gott að maður geti gert meira en bara eitt bragð (lemja með priki eins og í CC). Ég er afar líklegur til þess að fá mér PS3 bara til þess að spila þennan leik… Bara bíða þar til tölvan hrynur í verði. Spurning hvort Sony bregðist ekki við sjokkinu sem markaðurinn fékk eftir að verðið var tilkynnt og lækki verðið á vélinni niður fyrir kostnaðarverð og hækki aðeins leikina til að vinna upp á móti?
Hvers vegna eru allir svo stoltir af því að Final Fantasy: Crystal Cronicles muni koma út á Wii!? Þótt mér finnist leikurinn í sjálfu sér hafa verið allt í lagi í spilun og grafík, þá finnst mér það vera hneyksli og dauðasynd að gefa þennan leik út sem Final Fantasy leik (spinnoff eður ei). Hér að neðan er snip úr leikjadómi sem ég gerði á umræddum leik eftir að hafa spilað hann á GameCube. Lítum aðeins á hvað hefur einkennt Final Fantasy seríuna hingað til: 1) Flottir og raunverulegir...
Mér finnst þetta nú bara geggjað flottur trailer! o_O En já, voða lítið úr leiknum, en samt sem áður flott… Þetta er flott concept og ég á pottþétt eftir að fá mér þennan nema þeim takist eitthvern veginn að klúðra þessu hryllilega hehe.
Smá snip af Nintendo.is um fjarstýringuna: Þráðlaus (bluetooth) Wii fjarstýring. Allt að fjórar slíkar geta tengst einni tölvu þráðlaust í einu. Fjarstýringarnar draga allt að 10 metra frá tölvunni. Bæði Wii fjarstýringin og Nunchuk fjarstýringin (sem inniheldur stýripinnann) hafa innbygða hreyfiskynjara sem greina hreyfingar um þrjá ása; Y, X og Z ásar (alger þrívídd). Wii fjarstýringin inniheldur hristibúnað (rumble), hátalara (!) og svo port fyrir aukahluti (svo sem skeljarnar umtöluðu)....
Heyrði að þessi stíll hafi fyrst skotið upp kollinum þegar einhver myndasöguhöfundurinn brotnaði saman undan vinnuálagi og baunaði helling af þessu á útgefandann sinn hehe. :) En, já, “krútt stíllinn” er ofnotaður í dag, hugsa að það sé ekki pláss fyrir fleiri krúttara á netinu í bili… Ætli maður verði ekki bara að hafa fyrir þessu eins og flestir hinir þá? :P
Þekki ekki leikina sem þú ert að spyrja um, en ég styð þig 100% í því að MP 4 sé langbestur. Á líka nr. 5 og þar er það er eins og maður spili kanski í 20 mínútur bara til þess að það sé síðan hent teningi í lokin upp á hver vinnur. Alveg eins bara hægt að henda teningi og sleppa því að spila leikinn hehe.
HEY! EKKI DISSA PERFECT DARK!! o_O ;) Væri hugsanlega alveg sáttur við GameCube vélina mína þótt flottustu leikirnir væru svipaður og flottustu N64 leikirnir ef fjarstýringin væri svipuð og í Revo… Úff, nú langar mig skyndilega að spila Perfect Dark multiplayer með Revo farstýringunni! :S
Hey, þetta er bara það sem ég heyrði. :) Það er ekki nýtt undir sólinni að pólýconum sé breytt samt. Man, t.d. eftir því þegar þrívíddarforritið Lightwave kom með kerfi sem gerði manni kleift að gera fullkomna kúlu með aðeins fjórum pólýconum. Einnig var þá hægt að teygja hana og toga án þess að fjölga þeim. Minnir samt að þetta hafi gert lítið fyrir rendering hraðann, en þetta tók mikið álag af raminu og gerði modelling auðveldara. Var að vona að Nintendo væru komnir með eitthverja svipaða...
Mæli samt frekar með því að kaupa Airport Express úr Apple búðinni (já, virkar fínt fyrir Windows XP og Windows 2000 líka) í stað þess að kaupa USB stykkið. Maður stingur þessu bara í innstungu og svo tengir maður routerinn í þetta og þá er netið orðið þráðlaust. DSinn minn finnur þetta strax og svo virkar þetta líka fyrir tölvurnar í húsinu hafi þær netkort (virkar fyrir allt að 10 tölvur í einu). :) Svo er hægt að tengja prentarann við þetta og prentað þráðlaust úr lappanum sínum. Og loks...
Kíkja í BT, þeir eru oft með leiki sem BO eru ekki með og öfugt. Annars er ég sammála þér, GC skeit á sig hérna á klakanum, og þá helst vegna lakrar markaðssetningar að mínu mati. Það verður að auglýsa og útvega leiki til þess að það kaupi þetta einhver. Var með GC sem aðal og PS2 sem vara (fyrir GT og GTA leikina eingöngu hehe). Vona að markaðssetningin verði ekki eins slæm á Revo hérna þegar hún kemur. :/
Heyrði líka að Revolution muni ekki engöngu bylta fjarstýringarmarkaðnum, heldur einnig grafíkmarkaðnum. Það var eitthvað minnst á nýja tegund af þrívíddargrafík þar sem hinum gömlu og hefðbundnu polyconum yrði skipt út fyrir eitthvað annað betra og ekki eins frekt á afl. Sé þetta satt mun Revo ekki aðeins bylta leikjatölvumarkaðnum, heldur einnig heimilistölvunum og jafnvel tæknibrellugeiranum í kvikmyndum. Veltu því samt fyrir þér… Skoðaðu endurútgáfuna á Resident Evil 1 á GameCube…...
Kauði heitir Dru Blair. :) Hérna er heimasíðan hans: http://www.drublair.com/ -Skil ekki hvernig hann, né nokkur annar ofurraunsæislistamaður nennir að standa í þessu, hehe. :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..