Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: afsökunarbeiðni

í Myndlist fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Bölvuð synd samt… ég kaus þína. :/

Re: © Ég

í Myndlist fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Haha! Hver varð svona svellkaldur að stela þessu svona? :) Þetta er náttúrlega bara fyndið þegar fólk gerir þetta… Annars hef ég lent í þessu líka og tek því þá oftast sem hrósi, enda oftast um börn að ræða. Það væri verra ef fólk væri að nota annara manna myndir í leyfisleysi til þess að setja á t.d. bolla og boli og selja. :-/

Re: Brenna dvd/cd

í Apple fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ef þú ætlar að skrifa á DVD diskinn í törnum myndi ég nota DVD-RW sem hægt er að skrifa á aftur og aftur.

Re: vinna Zelda

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er búinn að vinna 1(nes), 2(nes - þrisvar), Link's Awakening (gameboy), A link to the past (snes) og svo wind waker (GC)… ég átti aldrei N64… fékk mér Playstation1 það tímabilið. -Svo fékk ég mér aldrei Zelda leikinn í GBA. Ég á tvo sem fylgdu með Wind Waker þegar ég keypti hann, en grafíkin í þeim gerir mig rangeygðan. :S Reyni við þá við betra tækifæri.

Re: GBA

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Slatti til í Bræðrunum Ormson líka.

Re: Nýr makkanotandi

í Apple fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Tjah, til að byrja með mæli ég með því að þú lesir báðar greinarnar hans jóns hérna á mac áhugamálinu um mac forrit sem allir þurfa að eiga. Mikið af merkilegum forritum þarna (en mundu að fylla tölvuna þína ekki af dóti sem þú munt aldrei nota). Flestir Mac notendur nota forrit sem að heitir Adium til þess að vera á MSN. Það er flott msn forrit og mjög þægilegt í notgun, en hefur takmarkaða getu hvað varðar flest aukadótið (ekkert webcam, engir custom broskarlar sem aðrir en þú sjá, engar...

Re: Nokkur Fleiri Mac OS X Forrit

í Apple fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, verst að þetta er ekki enn komið fyrir intel makkana. :/ Svo sýnist mér á öllu á heimasíðunni að þeir séu að stefna að því að fara að gera þetta að shareware forriti og byrja að rukka fyrir það. :(

Re: Góður DS/Advance?

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Svo er Brain Training leikurinn snilld ef þú fílar þrautir eins og sudoku o.fl. :) Annars á Advance Wars: DS spilunarmetið hjá mér ennþá (tæpar 200 klst)… Svo er náttúrulega Resident Evil leikurinn æði. :)

Re: Sony og Nintendo

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta gengur nú í báðar áttir samt. Þetta er internetið…. það dissa allir alla hérna. Ætli það sé ekki okkar sérstaka leið til að segja hvað okkur þykir vænt um hvert annað? :Þ

Re: original zelda í nes til sölu! :)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Áts! :S Þarf að fá að sofa á þessu, hehe.

Re: Hjálp með iPod

í Apple fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Besta leiðin sem ég veit er að búa til nýjan playlist á iTunes sem ég kalla “Nano” eða eitthvað álíka og færi alla tónlistina sem ég vil hafa á Nanóinum yfir á þann lista. Svo tengi ég iPodinn og fer í iTunes - Preferences - iPod og vel þar “Update only selected playlists” og haka við “Nano” playlistann sem ég bjó til (líka reyndar gott að haka við “top 25 most played”). Eftir það, þá færast lögin sjálfkrafa af þeim playlista yfir á iPodinn í hvert skipti sem hann er tengdur. Muna bara að...

Re: original zelda í nes til sölu! :)

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Kemur í ljós að ég er búinn að týna mínum Zelda leikjum! o_O Ég býð 2000 kall fyrir báða! o_O

Re: ástæður fyrir að fá sér PS3

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hmm… Eina ástæðan fyrir því að ég fengi mér PS3 er sú að á PS3 koma Final Fantasy leikir sem eru ekki ætlaðir smábörnum eins og Final Fantasy leikirnir sem koma hjá Nintendo… En 60 - 80 þúsund kall er svolítið mikið fyrir einn leik. :/

Re: Teikningarnar mínar

í Myndasögur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Dúdd!! o_O Haltu þessu áfram! -Nú þarf Ingi að fara að passa sig! ;) :Þ

Re: Myndavélar fyrir mac

í Apple fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Já, ég hugsa að Canon sé þá betri kosturinn ef horft er framhjá verðinu. -Það er samt sem áður ekkert sem þú getur sagt sem lætur mig verða ósáttan með nýju vélina mína. ;) Enn alla vega, þá ættu allar þessar vélar að virka hrekklaust með OS X… Jafnvel án þess að þú þurfir að setja inn eitthver sérstök forrit fyrst. :)

Re: Myndavélar fyrir mac

í Apple fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Já, ég tek undir það að Mac er Plug and Play hvað stafrænar myndavélar varðar (og reyndar flest allt hardware sem ég hef prófað). En ef þú ert að spá í að fá stórar og góðar myndir í tölvuna til að leika þér að og fikta í, þá mæli ég með því að þú skellir þér á SLR stafræna vél. Cannon EOS 350D vélin er hvað vinsælust í dag hérna á klakanum, en sjálfur var ég að skella mér á Olympus E-500 vélina í gær ( :D ). Þær eru verulega svipaðar í eiginleikum og stærð, en Olympus vélin er að fá aðeins...

Re: Classic leikir fyrir gamlan iMac??

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hmm… spurning hvort þú getir sent mér hann eða skrifað hann fyrir mig? Það er einmitt eitthvað svona sem ég er að leita að.

Re: HVERNIG MAC?

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Já, þetta er Indigo Blue iMac frá 1997 eða 1998 (fékk mína 1998). Flott tölva og upphaf útlitsbyltingarinnar á heimilistölvum. Tákn upprisu Makkanns úr öskunni. :) Það sem mig minnir að mín svona sé: -233 MHz G3 örgjörvi -32 MB RAM (Stækkanlegt í 256 MB) -3.5 GB harður diskur -16 MB ATI skjákort Þú spilar ekki mikið af nýlegum leikjum á þessari… Reyndar kom mér á óvart að Unreal leikurinn fylgdi með fyrstu svona vélunum hérlendis og virkaði fínt (!). Ef þú ert aðallega að spá í vél til þess...

Re: Smash mót!!!

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég hef aldrei prófað Smash Bros, en má ég koma og fylgjast með? Er nefnilega að spá í að kaupa hann og þetta er gullið tækifæri til að sjá hvernig leikur þetta er. :) Skal borga í pottinn, en ég get ekki tryggt að ég verði allan tímann.

Re: Softwear Update

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hmm… ég myndi láta kíkja á hana á Apple verkstæðinu ef þú hefur ekki náð að uppfæra tölvuna í heilt ár… Hún ætti enn að vera í ábyrgð. Ef þú nennir því ekki, gætirðu prófað að endurinnsetja stýrikerfið.

Re: hommar "heitir" fyrir Link

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Haha! Umræðan á eftir greininni er alveg priceless! :D

Re: ps3 bara asnalegt

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
iPodinn kostar bara svona mikið hérna á Íslandi. Tollurinn setur sérgjöld á iPodinn sem hækka hann svona gífurlega. Færð iPod á innan við hálfvirði miðað við þessi gjöld í fríhöfninni eða hvar sem er erlendis, og það er þar sem flestir kaupa iPodinn sinn… Spyrðu bara þann næsta sem þú hittir sem hefur iPod í fórum sínum hvar hann fékk hann. iPod er lítill… auðvelt að fara með hann heim frá útlöndum… PS3 er, tjah… talsvert stórbeinóttari. :/

Re: PSP suckar

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Haha! þetta er svo steikt!! :D “…einu sinni missti náungi PSP tölvu á koddann sinn og neistar tóku að fljúga í allar áttir og húsið brann til grunna… svo barst eldurinn í næsta hús og svo koll af kolli þar til hálfur bærinn var orðinn að ösku.” “DS vélin getur stækkað minnið sitt… 18 Gígabæt!” “Batteríið í DS endist í 400 klukkustundir, en PSP batterýið endist bara í korter…” HAHA! :D

Re: Ipod videoin minn. 30 Gb

í Apple fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Halda inni “Play” í nokkrar sek þegar þú ætlar ekki að nota iPodinn. :)

Re: Nintendo rís úr öskunni

í Leikjatölvur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ah, ég skil! -Vona engu að síður að hann verði góður! ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok