Já, ég verð að kaupa litabreytinn ef ekkert annað virkar. En ég er ekki alveg 100% á því hvernig ég breyti í PAL. Það sem ég hef reynt er: Hægri smella á desktop > properties > Settings > Advanced > Displays > TV > Format > Select by Country/region > Iceland og PAL B/G/H. Ég veit ekki hvort þetta sé rétt gert en enginn af þessum þrem kostum gefur lit. Ef ég var að gera þetta vitlaust þá væri frábært að fá að vita hvernig á að stilla þetta en annars þá verð ég að kaupa þennan litabreyti.