Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ljósið- 3. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er almennilegt! Mjög flott hjá þér. Vil samt benda þér á að líkamspartar eru ekki eign fólks, nema að þeir séu gervi. Það er sagt hjartað Í honum, fóturinn Á honum. Fóturinn hans er = gerfifóturinn hans, sem hann getur tekið af sér. Rétt er að segja augun Í henni en það má líka stundum segja (hann leit í) augu hennar, til þess að ná ákveðinni tilfinningu fram. Haltu áfram á sömu braut en hugsaðu aðeins um þetta.

Re: Tasy Achres og Hvíti úflurinn

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Góð byrjun! Drama! :D Það ættu allir að láta minnst einn annan, sem víst er að sé góður í stafsetningu, fara yfir greinarnar áður en þær eru sendar inn. En stundum sleppa samt villur í gegn, þannig er það bara.

Re: Hermione Granger og Sannleikurinn 19.kafli.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Haha, ekkert sjálfsagðara! ;) Til hamingju með að vera búin. ( á ekki að óska til hamingju annars?)

Re: Vangaveltur.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef líka velt þessu fyrir mér, sérstaklega þetta með að galdrakrakkar byrji ekki í skóla fyrr en á ellefta ári. Það vantar ein 5 ár inn í skólamenntun þeirra. Og svo fara þau bara að vinna eftir 7. árið. Það er heldur stutt nám finnst mér. Í Bretlandi byrar fólk 18 ára í háskóla en við höfum aldrei heyrt minnst á galdraháskóla af nokkru tagi. Það hefur bara verið minnst á skyggnanámið en það er meira svona eins og FBI eða eitthvað, alger sérdeild. Það sem vantar í kennslu í galdraheiminum...

Re: Hermione Granger og Sannleikurinn 19.kafli.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
:D Allt er gott sem endar vel. Soldið hæpið samt að strákpjatti eins og Draco gæti ráðið við Þið-vitið-hvern. En þannig var það og heiminum var bjargað! Húrra!

Re: Við erum öll með okkar sögu 1kafli -

í Harry Potter fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er frumleg hugmynd sem mér líst mjög vel á! Þetta hef ég ekki séð áður, líf aðdáenda Harrys. :) Ýkt aðdáun reyndar en það er bara betra, gerir Wöldu áhugaverðari. En ertu viss um að þú viljir að ég bendi þér á allar stafsetingarvillurnar sem þú gerðir? Ég gerði lista með 15 atriðum :P Reyndar mikið það sama aftur og aftur, t.d. þú skrifar I í staðin fyrir Y. Passaðu þig á því. ^_^ þetta verður áhugavert!

Re: Hermione Granger og Sannleikurinn 18.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jahá! Loksins, loksins, búin með seyðið og búin að vara foreldra sína við! En ætli það hafi gengið upp? Og afhverju veit Hann-sem-ekki-má-nefna ekki hver plön Grangerhjónanna eru? :D

Re: Dæ Mófó

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Veistu, það gæti virkað! Ég er viss um að það hefur enginn reynt það, galdramenn kunna ekkert á svoleiðis dót. Vopn.

Re: Lífið heldur áfram 2. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Svakalega sætt! :D

Re: Ljósið- 2. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
*roðn* Takk! :) Kannski ég geri það bara.

Re: Ljósið- 2. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já, rétt hjá þér. Það hlýtur að vera erfitt að vera alltaf (og þá meina ég alltaf) í fúlu skapi og að vera í alvörunni illa við alla. Það hljóta að koma tímar hjá öllum þar sem þeim líður vel og þeir eru ánægðir.

Re: Ljósið- 2. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er alveg svakalega flott hjá þér, verð ég að segja. Þótt mér fyndist örlítið erfitt að sjá Snape fyrir mér brosandi og léttan í lund og að smella léttum kossi á myndarlega stúlku, þá stóð ég mig að því að brosa þegar þau voru að leika sér í snjónum. :)

Re: Lífið heldur áfram

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þetta alveg svakalega flottur kafli. Svakalega stuttur samt, vonandi verða næstu kaflar lengri. Vel gert! Kom ekki fram í fimmtu bókinni að Harry héti Harry James Potter fullu nafni?

Re: Ljósið- 1. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér fannst soldið mikið af vitlausum fallbeygingum og talmálsvitleysum en sagan er skemmtileg. Eitthvað nýtt :) Mér líst mjög vel á þetta.

Re: Ný vísbending um 6. bókina...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Hann líktist öldruðu ljóni. Það voru gráar rendur í gulbrúnum hármakkanum og augnaráðið var skarpt á bak við járnspangargleraugun. Hann bar með sér einhvern flökkulegan, fjaðrandi þokka, þótt hann haltraði ögn.” Hvernig finnst ykkur þýðingin? Ég er á því að þetta sé lýsing á manni.

Re: Harry Potter og kvikskiptingarnir 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skemmtilegt en stutt. Mér finnst nú alveg eðlilegt að hann Harry hlaupi til að gá að Dursleyfjölskyldunni. Þótt honum sé ekki vel við þau, þá eru þau nánustu ættingjar hans sem hann ólst upp hjá. Þetta er alvöru góðmennska.

Re: Hermione Granger og Sannleikurinn 17.kafli.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vá, þau eru bara tilbúin með seyðið. Hvað gerist nú?

Re: Samot- maðurinn á bak við nickið eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ahaha! :D Ég er farin að hallast að þeirri hugmynd að HP áhugamálið sé yfirfullt af drápurum! Eftir að Ríta Skeeter fór að flokka fólkið á bak við nikkin, þá hafa allir lent myrkramegin. (enda enginn skandall í því að vera góður) Samot, hvernig getur þér verið illa við Seamus Finnegan?

Re: Hvað verður um Hagrid?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Af hverju ætti hann að hætta þótt krakkarnir hætti? En það er nú svosem ekki við öðru að búast, þetta eru það margar myndir að það hljóta að koma nýjir leikarar með árunum, allavegana fyrir þá sem leika krakkana. Svo er kominn nýr Dumbledore. Sem mér finnst persónulega líkari þeim Dumbledore sem ég ímynda mér við lesturinn.

Re: Gulla369griz- Stúlkan á bak við nickið

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hahaha! Gulla galdranorn, ertu svo væmin eftir allt saman? :P

Re: Harry Potter og augun 12. kapítuli - Út, loksins út!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér þykir fyrir því að ég skuli hafa meitt þig í öxlunum, vonandi finnur þú gleraugun þín fljótlega, ég veit hvernig það er að vera illt í öxlunum, það er óþolandi! Góð hugmynd segiru, takk :) en hvaða hugmynd? Fyrir mér skiptist kaflinn í nokkrar. :P

Re: Mark Evans

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það hefur aldrei komið fram í bókunum sjálfum að meyjarnafn Lilyjar og Petuniu hafi verið Evans, svo að það ætti ekki að vera neitt truflandi nema fyrir þá sem vafra um á netinu. Eins og flestir áhangendur hafa gert… Evans er líka mjög algengst nafn. Eitt var athugavert við þessa grein. Það eru eignarfalls úrfellingamerkin. Þau eru ekki til í íslensku, þetta er algerlega enskt hjá þér. Annars var gott hjá þér að segja frá þessu og skýra þennan orðróm.

Re: Er James Potter í raun og veru Remus Lupin?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hehe, skemmtileg grein og vönduð en algerlega úti að aka :) Eins og einhver sagði hér fyrir ofan, þá finnst mér vinátta Lupins og James skýra allt saman. Auðvitað fannst honum ofboðslega vænt um vini sína og fjölskydur þeirra. Nema þetta með kristalspána, ég held að það sé bara smá brandari. Muniði þegar Lupin lætur bekkinn berjast við bogga í fyrsta sinn og stekkur fyrir framan Harry? Þá breyttist bogginn í silfraða kúlu og Harry velti því fyrir sér hvort Lupin væri hræddur við...

Re: BudIcer - maðurinn á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter (að hluta)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hahaha! Þessar greinar hafa tekið ógvænlegum stakkaskiptum; niðurstöðurnar eru miklu meiri skandalar en áður! Ég hef nú aldrei tekið greinunum hennar Rítu Skeeter án fyrirvara en mér finnst BudIcer ekki bera mikið á móti því sem hún skrifaði í þetta sinn. Svo að það er spurning… persónuleikaprófið lýgur ekki, er það? Æsa

Re: Týndi þjónninn 7. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jæja, þá er úti um þá kenningu að Harry hafi dreymt allar síðustu fimm bækur :Þ Þetta er alltaf jafn frábært hjá þér. Ég tók ekki eftir neinu til þess að setja út á (eins og það sé tilgangurinn). En hvað er málið? Skröggur, Tonks og Lupin eru til háborinnar skammar, að hafa ekki tekið eftir undarlegri heðgun Hermione, þau ættu að skmmast sín! Oó, ég fékk allt í einu skelfilega hugdettu! O_O Ónei, Hermione nei! Hmm, nú hef ég mínar hugmyndir um hana og muldrið í henni. Hehe,þetta verður spennandi :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok