Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Eftir endalokin ~5. kapítuli~ Harry Potter- Í vöku, draumi eða dauða?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þið eruð með frábært hugmyndaflug! Þetta er æðislegt! En ég er þó sammála því það mætti lesa aðeins betur yfir kaflann, útaf innsláttar- og málfræðivillum. Ég hélt að ef Harry myndi stökkva, þá myndi hann deyja, þannig að hann myndi ekki stökkva. En hann stökk, hvað verður þá um hann? Það er eitthvða við þennan spuna sem gerir hann einstakan :)

Re: Aesa - stúlkan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er Æsa, eins og þú sérð, og ég er eiginlega orðlaus yfir þessarri grein um mig. Það er búið að sverta mannorð mitt… sem var nú frekar blakkt fyrir, vegna greinar sem *hóst* allaveganaa, nú er það svart. Ríta og Fantasía! Þetta er frábær hugmynd um að vekja Sirius vin minn upp frá dauðum! *ný saman höndum* Hehehe, best að leggjast í skræðurnar og komast að því sem þarf!

Re: Aesa - stúlkan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Bíddu bíddu bíddu! Ég þjónn Hans-sem-ekki-má-nefna? Ég næ ekki andanum… Hvílík ósvífni! Hver var það sem kallaði hann hinn Myrka Herra hér í annarri málsgrein? Ekki ég, ónei! Fussumsvei!

Re: ~Eftir Endalokin, 4. kapítuli~

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er frábær spuni! Gott dæmi um góða og vel skipulagða sögu, það er greinilegt að höfundar vita hvað er í gangi og hvað á að gerast… eða hvað? Þetta er sko sannarlega spennandi! Er ljóshærði maðurinn Draco? En bara Muggar komast á þennan stað. En Hermione var þarna, hvernig stendur á því? Og hvað með strákinn? Á sjálfur Dumbledore skvibba barnabarn?

Re: Eftir Endalokin ~3. kapítuli~ Ronald Weasley

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vá, svo er fólk að segja að spunarnir okkar samots séu runglingslegir! Frábær saga, spennandi öðruvísi aðstæður, svona Eftir endalokin ;D

Re: Eftir Endalokin ~3. kapítuli~ Ronald Weasley

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jeminn! :)

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jeminn! Greyið Tom. Ég meina Trevor. Ég meina Harry. :/ Ég er ósammála þeim hér á undan; ég vil ekki fá útskýringu á því sem er að gerast strax, því það myndi þýða að sagan væri að klárast ;)

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts ár 2

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hm, jájá en þetta er ennþá frekar stutt. Og allt of margar innsláttavillur í svona stuttum texta. -skránna, klóset, kynst. Og hvernig getur hún kíkt í dýflissurnar á leið í ummyndun? Eru dýflissurnar ekki niðri í kjallara og ummyndunarstofan á annarri hæð eða eitthvað?

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts ár 2

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vá, ótrúlega stutt. En gaman að þessu samt :)

Re: Eftir Endalokin 1 og 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég gleymi því alltaf hversu góðir spunarnir sem fá hingað inn eru góðir. Þið eruð rithöfundaefni!

Re: Týndi þjónninn 5.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nehei, þú veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum! Ég á eiginlega ekki til orð! Spennandi, vel skrifað, frumlegt! Það er vel skiljanlegt að þú fáir að birta spunann þinn hér en ekki bara hjá greinunum! Bíddu aðeins ég ætla að lesa aftur yfir og leita að einhverju til að setja út á! … Nei sko, ég fann O_o bjóst ekki við því. Það er svo lang á milli kafla hjá þér að ég mundi ekkert hvað gerðist í hinum, þú mættir minna á það, næst þegar þú sendir inn. Ágætis vani.

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts ár 2

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Frábærlega vel skrifað, góð saga og spennandi! Einstaka örvillur samt. Nema í þriðju línu, þar er ein stór. Þar byrjar þetta “henni langaði..” ÁI! Langaði HANA ekki frekar til? Ég segi ekkert þegar fólk talar svona en þetta má ekki í rituðum texta. Ég las ekki fyrri söguna svo að ég hef ekki hugmynd um hver þessi Iona fyrri er og það allt en það er bara svakalega skemmtilegt :D Skrítið og spennandi. Ég fylgist af athygli með framhaldinu!

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts ár 2

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er búin að lesa hina kaflana í þessari sögu en var ekki önnur fyrst? Sem gerist á fyrsta ári? Mig minnir það. Svo gefur margt það til kynna.

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já, hér þekki ég hana Rítu Skeeter. Eins og hún fer nú í taugarnar á mér var nú samt gaman að þessu, maður kemst að miklu í gegnum grínið ef lesið er með réttu hugarfari. Þetta breytti alls ekki skoðun minni á Tzipporuh (huh?? O_o á maður að beygja þetta?) um að hún sé frábær stjórnandi og bara frábær manneskja ;)

Re: ninas - stúlkan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ninas, mig hefur lengi langað til þess að kynnast henni betur :) Fín grein og hress! Þetta var frábær hugmynd! Vonandi verða greinarnar áfram svona skemmtilegar. Tzipporah er líka HP áhugamaður sem ég hef áhuga á.

Re: Fantasia - Stúlkan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég bjóst bara við svona spurningalista með svörum en að fá svona alvöru grein og svona skemmtilega, ekki bara þurrar staðreyndir; þetta er langt fram úr öllum mínum væntingum! :D Ég styð ninu sem næsta potthaus!

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts ár 2

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Spennandi! Þetta er flott, dálítið stutt en það hentaði mér vel núna :) Engar leiðinlegar óþarfa upplýsingar. Ég ætla ekki að segja fullkomið en…

Re: Týndi þjónninn, 4.kafli.

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er frábært! Eins og Rowling sjálf ef það er þá hægt. Ég gleymdi mér algerlega í lýsingunum af því þegar Harry kom út í frelsið. :D Yndislegur kafli, mér leið vel af því að lesa hann. Og frábær spenna í lokin!

Re: Nýjar myndir úr Fanganum frá Azkaban

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég varð mest hissa á Drakó (vá þetta var óvart! Afsakið mig! Ég meinti Draco!! En þetta er fyndið :)) og það er bæði vegna þess hve stór hann er en líka vegna hársins, nú er hann loksins með þá klippingu og greiðslu sem ég ímynda mér hann með. Mér finnst hin greiðslan hræðileg! Ég held að það hafi aldrei gerst áður að e-ð í bíómynd sé eins og ég hafði ínyndað mér það. °_°! Ég vona að nýi leikstjórinn sé betri en sá fyrri! Ég vona af öllu hjarta!

Re: ÁHUGASPUNI BURT!!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þá smellir þú bara á Sýna allt! Og þá koma allar gömlu greinarnar (og spunarnir) upp og þú getur lesið að vild! <br><br>Gefið mér góð ráð um HP og augun á Áhugaspunakubbnum <a href=“mailto:saga_aesa@hotmail.com”>saga_aesa@hotmail.com</a> Alltaf að ýta á “láta notanda vita að honum hefur verið svarað”

Re: Nöfnin!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Haha! Skemmtilegt! En hvernig fékkstu Kvirúl út úr Kvidditsj? Ég las Hermione alltaf sem Hermíönn fyrst, af því að ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að bera þetta fram! En svo fann ég einhverstaðar síðu þar sem maður gat hlustað á framburð margra orða úr Harry Potter, Þar á meðal Quidditch, Draco og Hermione. Það er svona: Dreikó (með löngu ei-i) og Hömæoní (með áherslu á a-ið í æ-inu) <br><br>Gefið mér góð ráð um HP og augun á Áhugaspunakubbnum <a...

Re: ÁHUGASPUNI BURT!!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ástæðan er einfaldlega sú að fólkið hér er ekki eins duglegt að senda inn svokallaðar greinar eins og áhugaspuna. Það er mikið búið að kvarta undan því en fáir sem gera eitthvað í því og skrifa t.d. eitt stykki grein. En nú er nýbúið að breyta Harry Potter áhugamálinu til þess að virkja áhugamenn og notendur, þannig að það sem annars hefði farið inn á greinakubbinn fer nú á hina ýmsu aðra kubba, sem kallast The Quibbler, Persóna mánaðarins, Fréttir og Pæld'í Potter. Skoðaðu þá. <br><br><a...

Re: ...álit?

í Smásögur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vel gerð saga! Gott að þetta skuli bara vera fyrsti kafli af mörgum ;) Eins gott að ég muni að kíkja hingað! Hvað heitir sagan? Svo við getum þekkt hana þegar framhaldið kemur.

Re: Af hverju sá Harry ekki vákana í 1.bókinni? Eða í lok 4.bókar?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hálf meðvindundarlaus? Hvað áttu við? Þegar þeir Cedric gripu um bikarinn í völundarhúsinu voru þeir báðir vel vakandi og ekkert hafði breyst þegar þeir höfðu flust yfir í kirkjugarðinn. En þeir voru mjög hissa og vissu ekkert hvað var í gangi, það er rétt.

Re: Auga Eilífðar-10.kafli: Hogsmeade-ferðin

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já ég tók eftir því, hélt að þú hefðir skáldað það, að strákarnir hefðu ekki betra ímyndunarafl en þetta :Þ Fannst það sniðugt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok