Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Unlikely Alliance: kafli 14 - Spegill, spegill herm þú mér...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Enn um nöfn :P (ég elska nöfn og pæli kannski of mikið í þeim stundum) Mér fannst það srýtið að Lupin bæði Harry um að kalla sig Remus. Sirius kallar hann ekki einu sinni Remus. (Er það nokkuð?) Ég man bara eftir að Dumbledore hafi kallað hann skírnarnafninu. En hann kallar nú alla með fyrra nafni. :P Sumir eru samt bara alltaf kallaðir ættarnafninu. Eins og kom svo skemmtilega fram í einum Futuramaþætti. :)

Re: Seinasta trivia

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jú ég var að hugsa um það þegar ég setti spurningua fram en svo fór ég að hugsa, telst það að koma fram ef einhver minnist á persónuna? Nafnið Sirius Black kemur allavega fyrst fram í fyrstu bókinni, þá skrifað Síríus Black. Svo næst er það í Muggafréttunum í þriðju bókinni. Persónan sjálf kemur svo fyrst fram rétt áður en Riddaravagninn birtist í fyrsta sinn. Harry hittir manninn Sirius Black þó ekki fyrr en í Draugakofanum.

Re: Seinasta trivia

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ja, þá er allavega fyrst minnst á hann. Síríus Black hinn ungi. Kannski frekar orða það þannig, Hvenær var fyrst minnst á Sirius Black? …Æ þetta er hringavitleysa.

Re: Seinasta trivia

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það hefði verið auðveldara að svara spurningunni Hvenær hitti Harry Sirius fyrst? Eða Hvenær kemur Sirus fyrst fram í bókunum? Það er reyndar svolítið skemmtilegt svar við þeirri spurningu, vitið þið það?

Re: Hvað er...?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Orðið spoiler er enska og merkir eitthvað sem eyðileggur, skemmir. To spoil = að skemma. Allar greinar og korkar sem gefa upplýsingar sem gætu skemmt fyrir lesendum Harrys Potter eiga að vera vel merktar SPOILER, til þess að gefa það til kynna. Nú vilja margir að upplýsingar og orðrómur um sjöttu bókina sé merktur sem SPOILER, því sumir vilja ekki vita neitt um bókina. Sjá líka stóra SPOILER merkið efst á HP síðunni.

Re: Unlikely Alliance: kafli 14 - Spegill, spegill herm þú mér...

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mjög notalegur kafli. Sorglegur á köflum en voða rólegur og gott að lesa hann. Allt er gott sem endar vel.

Re: Dumbledore sér þig

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Dumbledore er þekktur fyrir að vita ótrúlegustu hluti. Svona eins og málverkin, þau tala sín á milli og ferðast og tala jafnvel við lifandi fólk. Teknar myndir eru ekki þekktar fyrir að haga sér svona, þau þegja bara og taka ekkert eftir þeim sem horfir á. Eða hvað? Sirius blikkaði Harry á galdramyndinni í Spámannstíðindum, því blikki var beint að Harry, það er ´g viss um!

Re: Dauðsföll í sjöttu bókinni?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvað ef annað hvort Fred eða Georg dæi? Þá væri það sárt á svo marga vegu. ;_;

Re: Ömmur og afar Harrys

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
:P Mér finnst svörin sem ég hef skrifað núna síðustu daga vera frekar svona… ekki alveg nógu kurteisisleg. Þarf að bæta það. Takk aftur fyrir linkinn, þetta var skemmtilegt viðtal :)

Re: Ömmur og afar Harrys

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Takk :) Og fyrirgefðu ef ég hljómaði voða sceptic (man ekki íslenska orðið :S )

Re: Unlikely Alliance: kafli 13 - Hugarangur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Millicent Bullstrode og Pansy Parkinson eru alltaf nefndar báðum nöfnum vegna þess að þau þekkja þær enn minna en Draco Malfoy, þær eru bara aukapersónur á meðan það eru alvöru samskipti á milli Dracos og Harrys & Co. En þá er það næsta spurning, á þýðandi að snúa þessari ensku hefð upp á íslenska og láta krakkana bara kalla hvert annað skírnarnöfnum? Það er einfaldast að skilja fyrir okkur. Athyglisverðar pælingar skyldar þeim hvort íslenska eigi nöfn persóna sem heita Flower eða John,...

Re: einn spoiler eða tveir takk!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já en þú getur ekki vitað hvort að þessi dauðsföll sem nefnd eru í titlinum séu eitthvað sem Rowling sagði eða hvort það sé bara orðrómur eða jafnvel uppspuni höfundar greinarinnar. Það er líklegast að þetta sé eitthvað sem Rowling er sögð hafa sagt en það er í rauninni aldrei að vita. En annars þá skil ég þitt sjónarhorn alveg. Það væri sniðugt að merkja korka og greinar sem fjalla um sjöttu bókina sérstaklega.

Re: Divination Class

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Spádómafræði.

Re: einn spoiler eða tveir takk!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Grein sem ber heitið Dauðsföll í sjöttu bókinni getur verið um sjálfstæðar kenningar höfundar. Það þarf ekki vera að hún sé byggð á neinum utanaðkomandi upplýsingum, þannig að heiti greina segja ekki neitt um staðreyndir sögusagna. Það verður að lesa greinina til þess að komast að því hver setti þessa kenningu fram og hvaða vísbendingar eru til þess að styðja hana o.s.frv.

Re: Ginny?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Rowling segir hluta af söguþræði í 6. bókinni hafa upprunalega átt að eiga sér stað í annari bók en svo hafi hún séð að sér. Hún segir örfáar, ég endurtek ÖRfáar vísbendingar um sjöttu bókina í annarri bókinni. Ég veit ekki hver muni deyja en ég hallast að því að sjötta bókin fjalli eitthvað um slöngutungu. Það er það eina merkilega sem kom fram í bók 2 sem hefur þó aldrei verið notað aftur.

Re: Hver var Lily Evans? Hvað er Harry Potter gamall og hvað voru foreldrar hans gamlir þegar þau dóu?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér finnst það ekki ungt en útlendingum finnst það gjarnan. Íslendingar eignast víst börn ungir en það er víst að breytast, konur mennta sig meira og fresta barneignum lengur. Fólk giftist síður, það hefur held ég líka áhrif. En ég man alveg greinlega eftir konu sem ætlaði ekki að trúa því hvað mamma væri ung :P

Re: Auga Eilífðar-12.kafli: Dýrlegur draumur... rætist

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvað ætli það séu margir sem heita Raspútín? :P Og ég gleymdi Dimitri. Það er flott nafn! :)

Re: Ömmur og afar Harrys

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jahérna. Er ég sú eina sem dregur í efa það sem kemur fram í viðtölum? Það er að segja, ef ég sé ekki viðtalið sjálf, þá flokka ég það sem slúður.

Re: Unlikely Alliance: kafli 13 - Hugarangur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
En þá kemur málið með það að við skiljum í rauninni þetta nafnakerfi ekki almennilega. Ef vinur færi að kalla vin sinn eftirnafni, væri það vísir um það að þeir væru ekki svo miklir vinir lengur. Hins vegar, ef einhver kallaði einhvern annan skírnarnafni, án þess að þeir þekktust persónulega, þá gæti það verið óvirðing, er það ekki? Þá kæmi hann fram við hinn eins og barn. Eins og með þérun og þúun, ef ókunnugur þúar þig, er það móðgun. (nema ef “þú” barn) Eða er ég að rugla þessu saman?...

Re: Dauðsföll í sjöttu bókinni?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Einn ættliður segir ekki mikið og þá væri verið að hunsa afana og ömmurnar! Harry er af Muggafjölskyldu, það er ekki hægt að neita því og þar með getur hann ekki verið 100% galdraættaður. Sirius segir það líka í 5. bókinni að það eru ekki margar fullkomlega hreinræktaðar galdrafjölskyldur eftir. Það er bara spurning um hversu “hreint” blóðið er, þeim mun hreinna, þeim mun fínna í augum fordómafullra.

Re: Dauðsföll í sjöttu bókinni?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Harry er ekki “half-blood”, en hann er samt “blendingur”. Hann er blóðníðingur (afsakið orðbraðgið enn á ný). “Mudblood” eru ekki bara þeir sem eiga Mugga fyrir foreldra, heldur einfaldlega þeir sem eru ekki 100% galdramenn/nornir. Þetta eru fordómar gegn þeim sem eru ekki göldróttir í beinan ættlegg einhvers.

Re: Dauðsföll í sjöttu bókinni?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvorki Hermione né Lily eru Muggar. Muggi er er venjuleg manneskja án nokkurs konar galdramáttar en börnin þeirra geta verið göldrótt samt sem áður. Petunia er 100% Muggi en Lily er galdranorn. Hún er það sem fordómafullir kalla mudblood eða blóðníðing, þ.e.a.s. hún er ekki 100% af galdraættum. Hermione og Lily eru eins að því leyti, þær eru blóðníðingar (afsakið orðbragðið). Harry er ekki heldur 100%, þar sem afi hans og amma í móðurætt voru Muggar. Þar af leiðir að hann er líka...

RE: Vonleysi

í Hugi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Sæmilegasta ljóð (ég vona að þetta sé ljóð en ekki túlkun á raunverulegum tilfinningum). Bara ein spurning, er það viljandi gert, að hafa ljóðmælandan stundum í kvenkyni og stunum í karlkyni?

Re: Ömmur og afar Harrys

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvar kemur það fram að James hafi erft fjárhæð eftir foreldra sína? Við vitum bara að Harry erfði gríðarlega fúlgu eftir pabba sinn og mömmu en þau gætu alveg hafa þénað svona svakalega mikið á þessum fáu árum sem þau lifðu og það síðan ávaxtast í Gringottbanka í öll þessi ár.

Re: Auga Eilífðar-12.kafli: Dýrlegur draumur... rætist

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Haha,bræður mínir eru með þessa kenningu líka, allir rússar heita annað hvort Boris, Ivan eða Vladímír og konurnar heita Helga eða Olga :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok