Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Aerie
Aerie Notandi síðan fyrir 21 árum, 6 mánuðum 35 ára kvenmaður
170 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Körlum
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]

Re: Trú eða trúleysi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Við allavega í sameiningu vitum hvað við erum að meina;)

Re: Trú eða trúleysi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
já eiginlega Góði boðskapurinn er eitthvað sem mér finnst við eiga að halda í og sögurnar eru skemmtilegar. Gefa okkur sýn á forna tíma sérstaklega ef mörg trúarbrögð eru skoðuð og borin saman. En margt er úrelt og að mínu mati á ekki að taka þetta voða bókstaflega.

Re: Myndin

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
ætli það eigi ekki að vera væmnir emo er samt emotional eða tilfinninganæmu

Re: Trú eða trúleysi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já sona bæta við. Að mínu mati eru trúarbrögð meira sona siðaboð og siðareglur sem komu upp einhvertíma og mér finnst við eiginlega ekki þurfa lengur. Þessvegna eiginlega trúi ég ekki. En ég held að hún sé mörgum góð eða nauðsynleg á raunarstundum lífsins.

Re: Trú eða trúleysi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég vona innilega að fólk geti sagt til um trúun/trýleysi sitt án þess að fara að rífast um trú eða kirkju en ég efast. Vonum samt. Ég… held að við vitum ekki baun um þetta og finnst mjög kjánalegt að rífast um svonalagað. Mér finnst frábært þegar og ef fólk trúir ef það getur haldið trúnni utan við almenna skynsemi og daglegar pælingar. Hvort ég trúi persónulega sjálf… eiginlega ekki, ekki þannig…

Re: Bt og msn

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
man það ekki

Re: Deyfing, haha : )

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Haha, þegar ég var lítil var ég einhvertíma með um 20 skemmdir… misstórar náttla… þurfti að mæta til tannlæknis fyrst á hverjum degi og svo annan hvern dag í geðveikt langan tíma… Var ekki fyrr en ég skipti um tannlækni sem e´g var deyfð… Ógisslega asnalegt, var að reyna að drekka kók og tala í símann í strætó, leið eins og ég væri þroskaheft.

Re: Bt og msn

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
nei er það ekki fyrir betri tölvur(tæknibúnaður) Allavega breytir það litlu. Merkið hjá BT og Best buy úti er alveg eins og þetta eru alveg eins búðir. Ég er sannfærð um að þetta er keðja.

Re: Bt og msn

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er búð úti í Bandaríkjunum sem heitir Best Buy og er með nákvæmlega eins merki og BT og er nákvæmlega sambærileg búð þannig að ég held að þetta sé keðja… Þ.a.l. held ég að það komi auglýsing frá keðjunni í samræmi frá hvaða landi þú ert…

Re: Jólatré...

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Alltaf á þorláksmessukvöldi;)

Re: Dýrasta Jólagjöfin

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Í ár settum við vinkonurnar hámark 2000 kr gjafir. Efast um að gjöfin til múttu og pápa fari mikið yfir það. Dýrasta jólagjöf sem ég hef gefið var örugglega sona milli 4 og 5 þús… held ég.

Re: Vinur

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Fullt af strákum segja mér að þeir gætu allavega ekki verið vinir stelpu sem þeim litist ekkert á. Það er náttla ekki vinátta nema báðir aðilar vilji það og leggji sitt af mörkum og leggi sig fram við að rækta vináttuna. En sko, þú getur náttla ekki sagt bara uppúr þurru að þú viljir ekkert nema vináttu en þegar hann(ef hann) reynir eitthvað við þig segja þá bara að þér finnist hann of góður vinur og þú sjáir hann einfaldlega þanni. Hann sé bara á vinatíðnini. Ekki samt vera of alvarleg...

Re: ;(

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Rétt hjá þér að þú ert svo sannarlega betur sett án hans og gott að þú gerir þér grein fyrir því. En það er rétt, betra að koma þessu frá sér. En ömurlegt:( Gangi þér bara allt í hagin og þú átt svo sannarlega skilið gleðileg jól sem ég vona að þú fáir.

Re: Jólagjöf :/

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ef þið eruð búin að vera saman sona stutt hef ég bara ein ráð. Ekki! hafa það of dýrt. Hver veit nema þetta verði alls ekkert eitthvað langt eða alvarlegt samand. Ég myndi gefa henni hálsmen, eyrnalokka, armband eða hring sem kostar ekki mikið yfi tvöþúsundkallinn;)

Re: prófíllinn

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
tíhi:P;)oki

Re: prófíllinn

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
hver væri þá munurinn á: Greinar og Korkar. og: Korkar og Greinar.?

Re: prófíllinn

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Jebb væri sniðugt. Dottið það í hug. Allavega hægt að hafa sona valmöguleika. Greinar. Korkar. Greinar og Korkar.

Re: Framhjáhald!

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ef þið viðhaldið sambandinu almennilega og báðir aðilar virkilega vilja að það gangi þá gengur það. Ef annað ykkar heldur frammhjá þá er viðkomandi aumingi og hálfiti en líka þá greinilega er sambandið búið ef það gerist. Verður samt að treysta henni og ekki vera tortrygginn… þá fyrst eyðileggur maður samband.

Re: Grænmetisæta í vanda...

í Heilsa fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Takk æðislega fyrir þetta. Já ég borða mjólkurafurðir og egg og fisk. Ég er núna komin með járnlyf sem ég tek sona nokkuð reglulega og ég tek alltaf fjölvítamín og lýsisperlur og bæti við b eða c vítamínum eftir þörfum. Auðvitað verður maður að borða almennilega ekki bara eitthvað nart, líka þó maður borði kjöt, ef maður er grænmetisæta er það bara ennþá mikilvægara. Ég nenni bara svo sjaldan að búa mér til eitthvað að borða, það er vandamálið. Ég ætla svo sannarlega að taka mig á í að læra...

Re: Yfirmenn :@

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
oooohhh…. ég þoli ekki sona… Greinilega aðeins búið að stíga honum til höfuðs að vera yfirmaður… asninn

Re: Smá spurning..

í Rómantík fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Veistu aldur segir svo lítið. Fólk getur mjög auðveldlega verið nokkrum árum á undan eða eftir í andlegum, nú og auðivtað líkamlegum, þroska. Mér finnst aldurinn bara skipta máli uppá að það verði ekki sjúkt. Báðir aðilar í menntaskóla t.d. er allt í lagi þó það sé einhver á fyrsta ári og einhver á síðasta ári, semsagt hvað 4 ár, en ég persónulega myndi ekki fara mikið ofar. Hinsvegar krakkar sem eru í grunnskóla finnst mér að ættu ekki að vera með einhverjum sem er mikið meira en 2 árum...

Re: ég er ekki að fata :/

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það versta sem hægt er að gera ef það líður yfir einhvern er að hópast allir í kringum viðkomandi með tilheyrandi látum sko…

Re: Nýr þáttur

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Jámm… Rauðsokkur að skemmileggja allt…. finnst mér…

Re: Endilega skítkastið mig.

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hey… leyfðu okkur að hlæja líka…

Re: Endilega skítkastið mig.

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
ég man ógisslega vel eftir þessu þykkmjólkur dæmi… hahaha
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok