,,Má ég spyrja hvað draugur er að gera í sjúkrastofunni minni?’’ spurði Mona en fannst einhvern vegin kjánalegt að vera að tala við draug sem gæti mögulega verið ímyndun hennar. ,,Ja… Ég hef alltaf verið hjá þér – nærri alltaf, allavega – en þú ert fyrst að sjá mig núna,’’ sagði hann og settist nú í stólinn sem var nær rúmi Monu. ,,Ha?’’ sagði Mona og röddin hennar var skræk. ,,Sjáðu til, ég er nokkurn vegin þinn persónulegi verndarengill.’’ Sagði hann og blikkaði hana. ,,Verndarengill?’’...