Landspítalinn lyktaði alltaf eins í hvert einasta skipti sem ég kom þangað. Flest fólk fann bara lykt af sótthreinsi og lyfjum en ég fann einnig lykt af veikindum sem hrjáðu sjúklingana, vonleysinu þegar þeir gáfust upp á að reyna og jafnvel smá keim af dauðanum sem gekk oft um gangana. ,,Hæ, mamma,‘‘ sagði ég þegar ég gekk inn í herbergi 13 þar sem tvær manneskjur lágu í rúmum sínum og sváfu værum dásvefni. Ég fór yfir að rúminu sem var nær glugganum, en fyrir utan var snjóhríð að vinna að...