Frakkland 3 - 0 Grikkland Grikkir hafa komið á óvart í þessari keppni með frábærri vörn og vel skipulögðum leik og tel ég að þakka megi þýska þjálfaranum þeirra það að stórum hluta. Frakkar þykja hins vegar líklegastir til að vinna þessa keppni og núna fá þeir tækifæri til að sanna fyrir alvöru hvað í þeim býr, þar sem leikir þeirra til þessa hafa ekki verið allt of sannfærandi. Frakkar hafa sýnt algjöra yfirburði í fyrri leikjum þessara liða, þeir hafa unnið fimm af sex landsleikjum liðanna...