Rakst á þessa grein og ákvað nú að láta slag standa, prenntaði út eyðublað og fyllti út til að skrá mig úr þjóðkirkjunni. Ég íhugaði að fermast ekki. Hafði ekki trúna, týmdi bara ekki gjöfunum, auk þess sem að að fermast var “normið”. Hef verið trúlaus allt síðan það. Vissulega nota ég orðtæki á borð við “guð minn góður”, “guð hjálpi þér(þegar einhver hnerrar)”. En það er bara vani (og kurteisi). Held einnig uppá jólin, en ég lít á þau sem “Hátíð ljóss og friðar” en ekki sem trúarlega hátíð.