Ég er mjög hægrisinnuð og sinni flokkastarfi mjög mikið. Þótt vinstrisinnað fólk sé ekki á sama máli og við þá hefur það samt hugsjónir, það má ekki gleyma því og þetta fólk hefur alveg jafn mikinn rétt á að segja sínar skoðanir sem og við hægri sinnaða fólkið. Þetta fólk er ekki svikarar, þeir bara trúa á annað stjórnkerfi og flestir halda að það virki jafn vel ef ekki betur (sem betur fer vitum við hægra fólkið betur) en það kerfi sem við setjum fram.