Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Stafaátta (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Stafaáttan er spil breytinga, nú er kominn tími til að söðla um og halda í átt að nýjum markmiðum. Einnig merkir spilið lok rólegs tímabils. Takmark í augnsýn. Ferðalag. Þegar þetta spil er nálægt elskendunum merkir þetta gott ástarsamband eða skemmtilegt ástarævintýri

Stafasjöa (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Fyrir þá sem eru atvinnulausir er þetta gæfumikið spil. Þetta spil táknar vinnu og velgengni á því spili. Einnig merkir þetta spil hugrekki og andlegur styrkur en þó þannig að þú uppskerð það sem þú sáir. Þetta er spil lærimeistarans og kennarans og táknar þar að útbreiðsla þeirra þekkingar mun skila góðum árangri.

Enn og aftur um kannanir (0 álit)

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
ég vil núna kvetja ykkur til að koma með frumlegar kynningar og skemtilegar.. því að það er farið að vanta í kassann =) koma svo krakkar hafa gaman af þessu =)

Ævintýraferð (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jæja ég hef verið með eina verstu ritstíflu sem ég hef fengið um ævina og eins og flestir vita er það nú ekki skemmtilegt. Margar nætur hef ég bylt mér og hugsað, en ekkert komið. Jæja loksins kom upp ein hgmynd sem mér finnst ekkert sérstaklega góð en eitthvað verður maður að birta til að brjóta ísinn. Ævintýraferð Með lokuð augu bíð ég eftir þér í skin og skúrum eins og fljóð bíður eftir draumaprinsinum. Til að hrífa sig á brott og á vit ævintýra og gleðilegs endis. Eins bíð ég eftir þér...

Gaman hérna? (0 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum

Stafasexa (1 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ef þú átt jarðbundna drauma og vonir er þetta spil gott fyrir þig. Spilið merkir að hlutir munu rætast og velferð muni fylgja spyrjanda í mörgum málum, þó sérstaklega á sviði atvinnu. Einnig táknar spilið sigur og ánægju

Stafafimma (2 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessu spili fylgir mikil óöryggi, þó sérstaklega í ástum. Þetta spil sýnir bardaga milli huga og handar. Spyrjandi á hugsanlega í miklum erfiðleikum sem munu samt að líkindum batna með tímanum.

Stafafjarki (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er spil hugmynda og uppfinninga. Einnig er þetta gott spil fyrir listamannin og ef þetta spil kemur upp með jákvæðum spilum í kring þýðir það aukningu í listrænum hæfileikum. Einnig þýðir þetta Friður og ró. Rólegt fjöldskyldulíf. Ást (ég túlka þessa ást samt frekar sem ást á náunganum fremur en hitt) og vinsemd. Jafnvægi.

TAROT (17 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þar sem mér fannst þetta ekki passa inn í TAROT pistlana ákvað ég að birta þess litlu grein hér. Þegar ég byrjaði að spá í TAROT ákvað ég þessar reglur sem hér fara á undan og hafa reynst mér vel. Trúverðugleiki Aðgætni Ráðvendni Orðstír Tr yggð Trúverðugleiki Það sem ég á við með trúverðugleika er að ef maður er ekki viss þá skal maður annað hvort ekki segja það eða láta aðilan vita um að maður sjái það ekki nógu skýrt í spilunum. Aðgætni Oft kemur fyrir að einhverjir slæmir hlutir sjást í...

Stafaþristur (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stafaþristur er tákn félagsskapar og listrænnar tjáningu. Félagsskapur sem skapar velgengni og andlegs stuðning. Þetta spil er merki góðra vina og hagstæðra viðskiptasamninga. Einnig merkir þetta spil frumlegar hugmyndir. Auðveldara að sýna listræna tjáningu. Laun fyrir vel unnin störf. Gott spil fyrir listamanninn og uppfinningamanninn. Þetta spil er einnig tákn viðurkenningar í samfélaginu.

tampons (2 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 10 mánuðum
A man walks into a pharmacy and wanders up and down the aisles. The salesgirl notices him and asks him if she can help him. He answers that he is looking for a box of tampons for his wife. She directs him down the correct aisle. A few minutes later,he deposits a huge bag of cotton balls and a ball of string on the counter. She says, confused, “Sir, I thought you were looking for some tampons for your wife? He answers, ” You see, it's like this, yesterday, I sent my wife to the store to get...

Stafatvistur (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stafatvisturinn er spil menntunnar og frumkvæðis. Spilið er mjög gott spil fyrir nýútskrifaða en þá merkir það að árangur hafi orðið og velgengni muni fylgja því námi sem það tók sér fyrir hendur. Einnig merkir spilið viska. Aðstoð. Styrkur. Velgengni og vald. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Réttlæti er oft tengt þessu spili og þegar TAROT spilið Réttlæti kemur við hliðina á Stafatvistinum merkir það farsæl endalok á réttarhöldum.

Stafaás (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ásinn þýðir ný áform. Upphaf nýrra möguleika. Innblástur af öllu tagi þó sérstaklega á sviði lista. Sköpunargleði. Ríkidæmi. Nýjar framkvæmdir.

Stafagosi (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stafagosinn er merki tíðinda. Hann merkir einnig gott innsæi. Flutningar. Áhrifagjarn unglingur. Góðar fræettir. góðar viðskiptafréttir. Ef þetta spil kemur upp á milli konungs, riddara eða gosa merkir það verðskuldaða virðingu. Þess má geta í gamni að gosi þýðir þræll og upprunalega var þetta þrælsspilið

Stafariddari (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er spil námsmannsins og þeirra sem vilja auka þekkingu sína á nýjum sviðum. Dökkhærður ungur maður sem hefur mjög gott innsæi og er góður lærisveinn. Einnig merkir þetta spil óákveðni í mikilvægum málum. Ferðalag. Barátta. Stundum merkir þetta einnig velgengni í viðskipum og fjármálum.

Stafadrottning (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Dökkhærð og yfirveguð kona. Vingjarnleg og góður kennari. Konan hefur mikla þolinmæði og ræður sér sjálf. Einnig merkir þetta spil árangri í viðskiptum og að brátt komi fram nýjir arðbærir möguleikar.

Stafakóngur (2 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stafirnir eru tákn eigna, styrks, lista, frumleika, framkvæmda og stöðugleika. Bikarkóngur: Hér kemur til sögu dökkhærður karlmaður sem er karlmennskjan uppmáluð og góður fjöldskyldumaður. Hann styður og verndar. Einnig merkir þetta spil arðbær viðskipti. Arfur.

Kínversk stjörnuspeki - Tígurinn (11 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
8. febrúar 1902 – 29. janúar 1903 26. janúar 1914 – 14. febrúar 1915 13. febrúar 1926 – 2. febrúar 1927 31. janúar 1038 – 19. febrúar 1939 17. febrúar 1950 – 6. febrúar 1951 5. febrúar 1962 – 25. janúar 1963 23. janúar 1974 – 11. febrúar 1975 9. febrúar 1986 – 28. janúar 1987 28. janúar 1998 – 15. febrúar 1999 Ef ykkur líkar hættur og hraði þá er þetta merkið til að slást í för með. Þetta er byltingarmaður með stórar hugsjónir. Hann elskar hætturnar og þolir ekki valhafa, sérstaklega ef það...

Bikartía (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bikartían er virðingarspilið. Það merkir aukna virðingu fólk á manni vegna einhvers sem maður hefur gert. Einnig merkir þetta Eignir. Upphefð og velgengni á flestum sviðum. Velegnun. Hugarró

Bikarnía (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta spil er besta spilið í bikurunum og merkir þetta að óskír þínar munur rætast. Muna bara að vanda sig við óskina. Einnig getur þetta spil merkt heilbrigði og stöðuleiki, bæði andlega og líkamlega

Bikarátta (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nú skal skilja fortíðina að baki. Ný reynsla sem kunningjar fylgja með. Nýjir vinir. Ný áhugamál. Einnig getur þetta spil þýtt uppljóstrun leyndarmaála sem mun leiða til breyttra lífsviðhorfa

Bikarsjöa (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bikarsjöan er spil íhugunar og vargætni. Spilið segir farðu þér hægt og meta alla möguleika í stöðunni. Þetta spil merkir einnig dagdraumar. Innblástur. Þótt oftast sé þetta spil gott getur það þó merkt ímyndun og brenglun á raunveruleika. Einnig að of mörg áhugamál séu í brennidepli hjá manni og þarf að velja eitt úr til að einbeita sér algerlega að. Eitthvað óvænt sem viðkemur andlegri eða listrænni reynslu.

Bikarsexa (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bikarsexa er spil átaka og togstreitu. Fortíðin fer að setja áhrif sín á framtíðina og nú mun upphaf einhvers byrja vegna fortíðarinnar. Raunir og ósætti vegna gamalla mála. Þegar nálæg spil sýna jákvæða merkingu getur þetta spil þýtt endurfundir. Þótt endurfundirnir séu þroskandi munu þeir samt bera vott um gamlar sorgir. Þegar nálægt spil hafa neikvæða merkingu þýðir það aðvörun um að lifa ekki í fortíðinni, heldur halda ótrauður áfram til framtíðar.

Hver ert þú (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hver ert þú? Ég er Abigel Hver ert þú? Ég er ég sjálf Hver ert þú? Lítil sál í stórum heimi

Bikarfimma (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Arfur. Gjöf. Breytt lífsviðhorf. Missir. Eftirsjá varðandi val og athafnir. Leit að nýjum möguleikum við missir einhvers eða lok tímabils. Vonbrigði í hjónabandi eða sambandsslit.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok