Mér finnast foreldrar mínir bara svo skemmtilegir. Pabbi er eini aðilinn sem ég þekki sem er hægt að ræða við um sögu, eðlisfræði, íslensku, málvísindi og líffræði af einhverju viti. Fólk gleymir, held ég, að það verður að eiga eitthvað sameiginlegt með börnunum sínum ef það ætlar að eiga einhver samskipti við þau á fullorðins árum. Það vill enginn lenda á elliheimili. Heilsan einfaldlega brestur. Þannig að við ráðum engu um það hvar við lendum.