Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ADD
ADD Notandi frá fornöld 38 stig

Re: hmm

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Hér er einhver ruglingur ferðinni með þennan jöfnuð sem þið eruð að tala um. Allir menn hafa jafnan rétt en ólíka getu. Þessi umræða er tilvísun í sjálfstæðiyfirlýsingu Bandaríkjanna eftir Jefferson og fleiri. Þar stendur: “We hold these truths to be self evident: that all men are created equal; that they are endowed by their Creator with inherent and inalienable rights; that among these are life, liberty, and pusuit of happiness; ….” Þetta skrifaði þrælahaldarinn Jefferson. Þetta er ekki...

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Sykur, þú ert að fara að ná þessu! Vinir þínir í frystihúsinu kunna svona mikið í íslensku af því að þar er töluð íslenska við þá. Það er ekki hægt að læra tungumál nema með því að komast í kynni við innfædda og menningu þeirra. Ég veit þú ætlar að segja mér að þú talir fína ensku og þess vegna geti allir lært tungumál í skóla. En hversu marga íslenska sjónvarpsþætti heldur þú að meðal Evrópubúi hafi séð - ódubbaða. Ég hef lært bæði kínversku og velsku í skóla, en það gagnaðist mér lítið af...

Re: Málfrelsi og Málefni

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Mig langar bara til að bæta einu við. Ritstjóri Huga er ábyrg fyrir öllu sem hér birtist. Ef ég kem með ærumeiðingar hér þá er ekki aðeins ég dæmd heldur er ritstjórinn líka ákærður og dæmdur - í fjársekt eða til fangelsivistar. Það er ekki skemmtilegt jobb að vera ritstjóri!

Re: Til þess sem á við...

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Fyrirgefðu hvað ég svaraði þér hroðvirknislega áðan en ég var á hlaupum. Mér þykir það leitt ef þú skilur ekki hugtakið fylgni en það er fylgni á milli greindar og þjóðfélagsstöðu. Annars er hér nokkur skemmtileg dæmi um menningarmun á greindaprófum: Í greindaprófi (greinilega þýddu úr elendu máli) sem ég fór í 6 ára var mér sýnd mynd af bréfbera í einkennisbúningi á reiðhjóli sem að rétti hjónum disk. Á Íslandi voru bréfberar þá ekki í einkennisbúningum og yfirleitt ekki á reiðhjóli. Ég...

Re: Til þess sem á við...

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það er gott að þú veist meira um greind en er kennt upp í Háskóla. Þér hefur ekkert dottið að skreppa þangað upp eftir og taka að þér kennslu í Félagsvísindadeild úr því þú ert svo greind/greindur. Hvort er ég að tala við Pippu eða engel í dag? Annars er þetta svo mikið bull að ég nenni þessu varla. Minni heila. Yawn! Það er búið að mæla heila fram og til baka og aldrei finnst neinn munur- nema hjá Hitler. Af manneskju með hátt IQ (hvað kallar þú annars hátt IQ? 100?) þá ertu óvenjulega illa að þér!

Re: Til þess sem á við...

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hélt að allir vissu eftirfarandi: Greindarpróf mæla þjóðfélagsstöðu og áherslu á menntun, auk “greindar” - hver þessi greind er veit enginn raunverulega. En greind kemur kynþætti ekkert við. Hærri greind Asíubúa er útskýrð með geipilegri áherslu Asíubúa á menntun - sem stafar af langri sögu menntunar í Asíu. Lægri greind svertingja í USA er útskýrð af lélegri þjóðfélagsstöðu. Tökum sem dæmi: Nýja þolmyndin er sjaldgæfust vestan Elliðaár. Þar er líka menntunarstigið hæst. Væri nýja...

Re: Til þess sem á við...

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það er fylgni á milli þjóðfélagasstöðu og greindar. Þannig að ekki vera svo viss um að þú komir vel út úr greindarprófi. Það er augljóst að foreldrar þínir eru ekki háskólaprófessorar! Ekki gleyma heldur að Asíubúar (ekki bara Japanir heldur líka Kínverjar, Kóreubúar o.s.frv) koma betur út úr greindarprófum en hvítir.

Re: ísland .. land tækifæranna

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Sykur: Þú ættir að vita það upplýstur maðurinn að Kína er kommúnistaríki og þar fá menn ekki svo auðveldlega að flytja úr landi. Það er afskaplega ólíklegt að þessir drengir hafi verið Kínverjar. Það er alltaf ákveðin fjöldi kínverja sem reynir fyrir sér sem ólöglegir innflytjendur en þeir komast ekki til Íslands nema með rétta pappíra. Það eru mjög fáir Kínverjar á Íslandi!

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Bíddu og á þetta að bitna á innflytjandanum? Ef atvinnurekandi þinn gerir gerir mistök eins og að svíkja undan skatti er þú þá ábyrgur? Var ekki hægt að vera kurteis við stúlkuna og kvarta við vinnuveitandann? Það eru mannasiðir!

Re: Alþjóðasinnar, Þjóðernissinnar, Hlutlausir = Lesið

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Nú ertu loksins fyndinn. Við veiðum ekki hval af ótta við viðskiptaþvinganir. Þær þvinganir yrðu svipur hjá sjón miðað við þær sem við þyrftum að þola ef tillögur þínar næðu fram að ganga. Það er til nafn á tillögum þínum, Apartheit. Ég kynntist mótmælum gegn Apartheit á sínum tíma út í Bretlandi. Vá, drengur þú veist ekki hvað þú ert að tala um! Engir Ólympíuleikar hjá okkur - keppnisbann á alla okkar íþróttarmenn erlendis, sendiráð okkar grýtt, Íslendingar erlendis myndu allir reyna að...

Re: Bestu bækurnar sem þú hefur lesið?!

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég las allan Shakspeare, Marlowe, Kyd og þá kalla mér til skemmtunar áður en ég fór í Háskólann. Líka Wilde, Shaw, Williams, og Miller - en þá las maður eitt leirit eftir þá í skóla og varð svo að lesa meira. Varstu í enskudeildinni? Kláraðir þú BA-próf og ef svo hvað tók við? Er framtíð í dag fyrir fólk með BA í bókmenntun og tungumálum? (Ég er löngu búin með mitt en í þá daga var það bara kennsla eða þýðingar)

Re: Bestu bækurnar sem þú hefur lesið?!

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég verð nú að játa að ég mikið til hætt að lesa leikrit. En ég las mikið á sínum tíma af Elisabethan & Jacobean Drama. Í hvaða skóla lastu þetta? Þú hlýtur að hafa verið áhugasöm. Það er ekki venjulegt að lesa Kyd. Leikritið eftir hann sem þú last hét The Revenge Tragedy. The Tempest er annars eftir Shakespeare. Síðan las ég þessa venjulegu Wilde, Shaw, Tenesse Williams, Pinter, Beckett (Godot) og Arthur Miller og eitt verk eftir Bolt, A Man for All Seasons sem mér finnst fábært og ég hef...

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Minni kæri Panzer, nú skal ég bara benda þér á lausn á þessu vandamáli þínu. Í Wales eru töluð tvö tungumál enska sem meirihluti íbúanna á að móðurmáli og velska. Velskumælandi íbúarnir vilja eðlilega halda í tungumál sitt - en það er erfitt sökum þess að þeir eru í minnihluta. Þeir hafa prófað margar leiðir. Ein er sú að ganga með barmmerki þar sem á stendur eitthvað eins og “Ég tala bara velsku” á velsku. Þannig gefa þeir til kynna að þeir muni ekki svara neinu sem sagt er við þá á ensku....

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Tja, móðir hans er hvít og hann talar íslensku án hreims og ber íslenskt nafn. Ég spurði ekkert út í fjölskylduaðstæður - ég hef ósköp lítin áhuga á litarhafti á fólki. Einna helst að það veki áhuga minn ef fólk er grænt í framan. Annars er það þekkt fyrirbæri að hvítt fólk getur eignast svört börn saman. Þá hefur verið svartur forfaðir í báðum ættum og genin fyrir svartalitnum legið falin.

Re: Bestu bækurnar sem þú hefur lesið?!

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Í alvöru hefurðu lesið Shakespeare og Marlowe? Gaman! Áttu einhver leikrit eftir - eða ertu búin með öll? Lestu á ensku eða íslensku? Hvað með aðra höfunda frá sama tíma Beaumont og Fletcher, Jonson, Webster o.s.frv?

Re: Bestu bækurnar sem þú hefur lesið?!

í Bækur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Mátti maður nefna leikrit. Listinn minn yfir leikrit er svona: Macbeth (Spíri) King John (ennþá meiri spíri) A Man for All Seasons (Bolt) - frábært leikrit As You Like It (og meira áfengi) Edward II (Marlowe) The Knight of the Burning Pestle (Beaumont & Fletcher) - og síðan ef maður er búin að fá nóg af heiminum Timon of Athens (aftur Spíri) Er annars einhver hér sem les leikrit?

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Það sem er náttúrulega fyndið í greininni er að Panzer tekur sérstaklega fram að stúlkan var “af Afrískum uppruna”. (Og ekki segja mér að fólk af Afrískum uppruna séu allt útlendingar. Ég var að tala við einn um daginn sem talaði lýtalausa íslensku.)

Re: Bestu bækurnar sem þú hefur lesið?!

í Bækur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Flugnahöfðinginni Greifinn af Monte Cristo Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum Gamli maðurinn og hafið Litli prinsinn

Re: og líka

í Forritun fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Dautt nær ekki að lýsa þessu áhugamáli!

Re: Kynjamisrétti

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
willie: Þetta er siður í sumum löndum múslima. Þetta er ekki siður allra múslima. Ekki gleyma að í Bosníu, Íran fyrir byltinguna, Marókkó o.s.frv tíðkaðist svona klæðnaður alls ekki eða aðeins hjá strangtrúuðum.

Re: ísland .. land tækifæranna

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Menntuðu foreldranir munu leggja áherslu á að börn sín menntist því að það er ekkert sem kemur veg fyrir að fólk sem gengur í íslenska skóla fái vinnu við sitt hæfi. Hitt er rétt að hér má sjá ónýttan mannauð og það er með hann eins og annan auð að það er synd og skömm að sjá hann ónýttan. Kannski ætti að fara að bjóða upp á sérhæfð námskeið þar sem fólk lærir bæði íslensku og endurnýjar erlenda háskólaprófið sitt þannig að það sé gilt á Íslandi. Að lokum tek ég undir með rastafar1: Ísland...

Re: Finnst ykkur þetta í lagi?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er argasti dónaskapur að lesa yfir einhverjum á tungumáli þegar hann er búinn að afsaka lélega kunnáttu sína í því tungumáli. Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir svona dónaskap sjálf og ég hef aldrei litið velskumælandi íbúa Wales réttu auga eftir það. Ég vona að þessi stúlka verði ekki aftur fyrir þessu.

og líka

í Forritun fyrir 23 árum, 6 mánuðum
stórtölvunum :)

Re: Vá hvað ég er duglegur að hafa lesið þetta allt!

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Afsakið. ‘þetta’ hér fyrir ofan hefði átt að vera ‘það’. Annars skal ég endurtaka mig enn og aftur. Mér finnst það óeðlilegt að einstaklingar sem eru varla talandi og skrifandi á íslensk mál gagnrýni útlendinga fyrir fyrir litla íslensku kunnáttu. Góð kunnátta í móðurmáli er forsenda máltöku erlends máls. Þannig að þessir einstaklingar sem eru að gagnrýna útlendinga standa sjálfir höllum fæti í námi í erlendum málum. Almment séð gagnrýni ég ekki fólk ekki fyrir lélega íslensku kunnáttu. En...

Re: Vá hvað ég er duglegur að hafa lesið þetta allt!

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er lesblind. Lesblinda kemur íslenskukunnáttu ekkert við! Ég hef ekki verið að kvarta yfir lesblindu eða innsláttarvillum heldur lélegri íslenskukunnáttu! Ef þá átt erfitt með lesskilning þá skaltu leita þér aðstoðar. Þetta er mjög svo hamlandi í háskólanámi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok