Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ADD
ADD Notandi frá fornöld 38 stig

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þá áttu ekkert að kvarta yfir því að vera atvinnulaus. Þú vilt bara vinna ákveðin störf og finnst betra að vera atvinnulaus en fá vinnu í leikskóla. Þú hefur valið - þá þýðir ekkert að væla yfir því vali - það valdi engin fyrir þig. Hins vegar vil ég benda þér á að jákvætt viðmót skiptir ótrúlega miklu máli í atvinnuviðtölum.

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lög um atvinnuleysisbætur eru skýr og gefa fólki ekki rétt á því að hafna vinnu á þeim forsendum að vinnan hæfi því ekki.

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
P.S. ég þekki tölvunarfræðing sem fékk sér tímabundið vinnu á leikskóla. Það þarf stundum að gera fleira en gott þyki

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta er vinna og hann ætti þokkalega möguleika á henni ef hann passar sig að vera ekki neikvæður. Vinna er vinna!

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Tja, hvað á ég að gera ef ég missi vinnuna. Ég þarf að sjá fyrir barni. Ég þarf að greiða af húsnæði. Ég þarf vinnu og ég þarf tekjur - ánægjan af vinnunni er bónus. Síðan eru nú lög um atvinnuleysisbætur þannig að fólk má ekki neita vinnu nema ákveðið oft þannig að þar ekki verið að velta sér mikið upp því hversu skemmtileg fólk finnst vinnan. Þessu ákvæði er bara ekki beitt mikið núna vegna þess að það er atvinnuleysi en þegar skortur er á vinnuafl þa´er þessu ákvæði beitt

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Viltu útskýra fyrir hvað jafn atvinnuréttur kvenna og karla kemur réttinum til að taka aðeins þeirri vinnu sem viðkomandi hefur áhuga á? Er gerður munur í lögum um atvinnleysisbæutr á kynjunum að þessu leyti?

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Starfið þarf nú vera á lausu til byrja með. Svo þarf að fylla kröfurnar og svo þarf að vera hæfari en hinir umsækendurnir. Ef menn segja ég vil bara vinna ákveðið starf og ekkert annað þá verða menn að þola það vera atvinnulausir og eiga ekkert að kvarta yfir því! Ef ég segði ég vil bara vera prófessor og já ég uppfylli lámarkskrörfur til þess og vældi svo yfir því að ég væri atvinnulaus þá væri það nú eitthvað skrítið.

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ha' Nú er ég ekki að skilja. Á ég rétt á því að fá það starf sem ég vil vinna? Mig hefur alltaf langa í prófessorstöðu - ég hlýt þá eiga rétt á henni! Engin á rétt á því að fá það aðeins það starf sem hann vill vinna og neita allri annari vinnu. Og fjölskyldufólk með börn og húsnæðislán getur ekki leyft sér að neita vinnu. Krakkar sem búa heima hjá foreldrum sínum geta kannski leyft sér slíkt og sagt að það muni ekki um 10.00 krónur eða svo - en það er munaður sem að fólk með skuldbindingar...

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
20.000 krónum meira er 20.000 krónum meira. Það munar um minna. Síðan er frí hádegismautr, orflofsgreiðslur, lífeyrisgreiðslur o.s.frv. Þegar maður þarf að borga af húsnæði og sjá fyrir sér þá munar bara um 20.000.

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Tja, það er ekki að ætlast til að maður fái þá vinnu sem að maður vill og enga aðra. Maður verður að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Ég myndi frekar vinna á leikskóla en vera atvinnulaus - ég fengi aðeins hærri laun og greiðslur í lífeyrissjóð og þess háttar.

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Eigendur skemmtistaða geta neitað hverjum sem er um aðgang og þurfa ekki að gefa neinar skýringar. Ég hef séð fólki neitað vegna buxna, bindisleysis, ölvunar, kynhneigðar o.s.frv. Þeir eiga staðinn og geta neitað hverjum sem er um inngöngu. Það er hægara sagt en gert að sanna af hverju einhverjum er neitað um inngöngu. Það er annars alveg vitað mál af hverju þeim illa við að fá konur. Karlmennirnir eyða minna ef það eru konur í hringum þá - aðrar en þær sem eru að dansa. Þetta er bara pjúra...

Re: RÁÐNINGARSKRIFSTOFUR - fyrir hverja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ráðingarstofur eru og hafa alltaf verið fyrir fyrirtækinn - það eru jú þau sem borga þeim. Þær voru fínar þegar það var auðvelt að fá vinnu og allir vildu fá mann í vinnu. Þá var það hagur ráðningarstofanna að geta útvegað fólk. Nú liggja umsóknir hjá þeim í haugum og mjög auðvelt fyrir fyrirtæki að fá fólk í vinnu þannig að fyritækin leita ekki jafn mikið til þeirra og finnst bara ekkert merkilegt að ráðningarstofurnar geti útvega fólk í vinnu. Þá eru ráðnignarstofurnnar ekkert að púkka upp...

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
En þar sem konur mega ekki kenna karlmönnum eins og kemur fram á þessari ágætu síðu þá munu bráðum losna fullt af störfum í kennslu :)

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Moggin gaf upp þessar tölur og þess vegna hljóta allar konur sem ekki eru eiturlyfjaneytendur að fá forræði yfir börnum fyrir dómstólum. Sérðu ekki undarlegt við þessa röksemdarfærslu? Ég var ekki að biðja um heiti fyrirtækisins. Ég tók sérstaklega fram að ég væri ekki að spyrja að því: “En ég er ekki að biðja þig um að segja mér það”

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er nú bara forrvitin hvaða forritunarbúlla þetta var. En ég er ekki að biðja þig um að segja mér það - bara að lýsa yfir forvitni minni og hef reyndar enga áhuga á persónulegum högum þínum - bara forvitin um bransann. Yfirleitt eru nú þeir með minnstu menntunina látnir fjúka fyrst þannig hefur það verið hjá mínu fyrirtæki. Þetta hljómar ekki eins og vel rekið fyrirtæki - og að sjálfsögðu á að kæra mismunun. Það er ekkert boðlegra að mismuna körlum en konum.

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég skil ekki röksemdarfærsluna: Í 95% tilvika fá mæður forræði yfir börnum sínum. Það sannar að allar konur sem eru ekki eitulyfjaneytendur fá forræði í 100% tilvika. Geturðu útskýrt hvernig þú færð þessa niðurstöðu?

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þessi síða er klassi! “Fyrir nokkrum áratugum kom p-pillan af stað auknu frelsi kvenna skv. þáverandi feministum. Afleiðingarnar eru auknar fóstureyðingar, aukning kynsjúkdóma, aukin tíðni nauðgana, …” Veslings karlmennirnir að lenda í því að naugða konum af því að pillan er til. Ætli þeir spyrji áður: Ertu á pillunni?

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nei, konur fá ekki ALLTAF forræði nema þær séu eiturlyfjasjúklingar. Það dæmi um slíkt hér af Huga þar sem að kona sem var ekki eiturlyfjasjúklingur og var dæmd jafnhæft foreldri og faðirinn fékk ekki forræði barnanna. Ástæða þess að karlmenn standa veikar í forræðismálum er að þeir fara oft af heimilinu við skilnað. Dómstólar taka þann aðila sem börnin eru þegar hjá fram yfir þann sem þau eru ekki hjá ef báðir eru jafnhæfir. Byrjuðu allar þessar konur um leið og þú og útskrifuðust á sama...

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú álítur sig hafa þá hafa alla þá menntun leikskólakennari þarf - stúdentspróf. Hvernig geturðu þekkt börn sem grunur leikur á að séu með einhverfueinnkenni? Myndir þú telja að TEACH kerfið gagnist á öllum leikskólum? Hverjir eru helstu kostir tákns með tali og hvað kanntu mörg tákn?

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nú hvernig ætlar ríkiðsjóður að innheimta skatta eða reikna þá út? Handvirkt? Æi, þar hættum við staðgreiðslu og fjölgum um mörg hundruð manns í skattkerfinu. Hvernig ætla skólar að halda utan um einkunnir nemenda? Handvirkt? Æ þá þurufm að bæta við fólki þar. Hvernig ætla hraðbankarnir að vita hvað þú átt inn á reikningnum þínum? Ætlar þeir að hafa mann sem hleypur í bankaútbúið þitt og flettir upp stöðu þinni sem er skráð handvirkt? Svona er mýmörg dæmi. Öllum tölvukerfum þarf að viðhalda...

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú komst með þá tillögu að “Alveg hægt að auka jafnrétti með því að auka karlkyns strippara á Íslandi í stað þess að fækka kvenkyns…”. Jafnrétti hverra? Kvenna og karla? Konum er ekki hleypt einum inn á strippstaði. Hvaða jafnrétti er það? Og hvernig leysir þú þann ójöfnuð með því að flytja inn karlkynstrippara?

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Forritar eru seldir á 10.000 núna og sérfræðingar held ég að séu hátt upp í 20.000. 6.000 kall með vsk er peanuts enda þjónustan oft eftir því. Forritara stéttin er ekki að deyja út. Heldurðu að það verði bara hætt að keyra hugbúnað á landinu og það taki bara 3 daga að leggja inn á banka af því að það þarf að gera handvirkt? Held nú ekki. Samsetning þar sem er ekki krafist neinnar menntunar er ekki merkilegt starf og alveg örugglega ekki vel borgað.

Re: Einelti feminista

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Geiri minn ertu búin að gleyma lesbíum eða viltu ekkert af þeim vita? Konum er ekki hleypt einum inn á suma strippstaði - lesbíum, bæ, eða streit. Af hverju þurfa lesbíur ekki að leita sér félagsskapar hjá olíubornum hálfnöktum konum? Svaraðu mér því.

Re: Nú skal jafna stöðu kvenna og það með lagasetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sæktu um á leikskóla! Eða farðu í félagsráðgjöf upp í HÍ á styrk eða farðu í hjúkkuna og þú færð yfirmannsstöðu á mettíma. Já það var örugglega verið að ljúga að þér um þessar 21 umsókn - verksmiðjuvinna er svo vinsæl! (þú tókst kannski ekki eftir að engra menntunnar var krafist - þetta var einföld samsetning, ekki sérhæft starf)

Re: Mun Matrix verða að veruleika?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki svo viss um að það eina sem aðskilji okkur frá tölvunum séu tilfinningar. Mörg dýr hafa tilfinningar og greind. Homo sapiens er ólík öðrum mönnum t.d. í því að hann er eina tegundin sem hefur lagt stund á listir. Það leikur engin vafi á að aðrir menn höfðu tilfinningar og vissulega höfðu þeir greind. “Viljinn til að vera frjáls er löngun og langanir eru tilfinningar.” Þetta er ekki alveg svo einfalt. Hugmyndin um frelsi og helsi er flókin abstrakt hugmynd sem homo sapeins er ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok