Manndjöfull veiddist í net laust fyrir kl 9 í morgun. Manndjöfullinn sem svaraði nafninu Davíð barðist um eins og hann ætti lífið að leysa og gerði aðsúg að áhöfninni, vopnaður skötusel. Manndjöfullinn, eins og nafnið gefur til kynna er hálfur maður - hálfur djöfull. Hann er talinn vera skyldur morðtólinu Snæfinni Snjókarl og ekki er vitað hvort hann sé skyldur Dabba Grensás, þó það sé líklegt. Þegar áhöfnin ætlaði að rota manndjöfulinn með umferðarskilti varaði hann áhöfnina við, því hann...