Ein hlið af Koch ferlinum.
Þú byrjar með 3 jafn löng strik í einni línu. Þú tekur miðju strikið úr og setur 2 í staðinn sem mynda horn (fyrsta skref), þar með hefur lengdin aukist um 1/3, þ.e. lengdin nú er 4/3 af upprunalegu lengd línunnar. Svo setur þú ‘horn’ sem snúa út á öll 4 strik, þar með ertu kominn með 5/3 af upprunalegri lengd án þess að færa endapúnktana. Í skrefi 6 er búið að gera þetta 6 sinnum svo að lengd línunnar er núna 9/3 af upprunalegu lengdinni. Ef að sett eru horn á allar línurnar N sinnum (þar sem N er óendanlegt) þá er línan óendanlega löng þótt að maður geti séð upphaf og enda hennar.
Þetta er í rauninni bara einn þriðji af ferli sem byrjar sem þríhyrningur, svo að fyrsta skref hjá mér er í rauninni annað skref… en þið hljótið að fyrirgefa það.