Áfram heldur kvæðið hans Steins Steinarr (sjá fyrri mynd):
Svo komu þeir að sjónum og settust allir þar
Og skelfing lítil eyja þar skammt frá landi var
Og foringinn hélt ræðu og sagði af miklum móð
Nú treysti ég á yður, mín tindátaþjóð
Ég treysti á vorn málstað og tindátans þor
Í eyjunni býr nefnilega óvinur vor
En foringjanum gleymdist eða gætti þess eigi í svip
að enginn fer á sjóinn ef ekki er til neitt skip
Að vaða yfir hafið, getur varla átt sér stað
En tindátarnir höfðu ekki hugsað út í það
Og foringinn varð hávær, eins og honum var tamt
Og hrópaði út í loftið: Við höfum það samt!
Og loksins þegar allt virtist endileysa tóm
tók foringinn að nýju til máls í reiðum róm
Hann sagði: Burt skal halda og hætta þessum leik
Og dugið mér nú piltar og komist fljótt á kreik!
Eitt ríki er til sem veitt oss getur ríkulegri hnoss
Það ríki er langt í burtu og fyrir austan oss.