Ég eignaðist þennann djöful fyrir ekki svo löngu síðan, var búinn að vera að leita að svona græju síðan 1995 og hann var alveg biðarinnar virði.
þetta er þriggja rása lampapedali, ég kann ekki skil á vísindunum á bak við þessa græju en mér skilst að annar lampinn vinni eingöngu með hreinu rásina og hinn með drullugu rásirnar, bjögunin kemur víst frá einhverjum díóðum en svo er hljóðið “hitað” með lampanum, hvað sem því líður þá er þetta óýkt mest sick bjögunarmaskína sem ég hef komist í tæri við.
Það eru eins og ég sagði 3 rásir á þessum gaur, clean, blues og solo, ég nota nánast eingöngu blues rásina með gainið á svona 1/3 af því sem græjan leyfir og svo bara þaðan beint í tiltölulega hreinann Marshallmagnara, þannig er ég að fá alveg tussuflott svona seventís rythmagítarsánd.
Lamparnir í græjunni compressa sándið örlítið á verulega góðann hátt og ef ég svissa svo yfir á solo rásina þá gjörsamlega öskrar helvítis græjan, i love it!
Ég prófaði að nota þetta sem preamp í bassaupptökur um daginn og ég hugsa að ég taki aldrei aftur upp bassa öðruvísi en í gegn um þessa græju, að mörgu leyti eru tónstillarnir á þessum pedala að ráða miklu betur við tíðnisviðið frá bassa heldur en frá gítar, það er alveg rassfylli af bassa í þessum pedala!