Gleymt lykilorð
Nýskráning
Herkænskuleikir

Herkænskuleikir

3.203 eru með Herkænskuleikir sem áhugamál
10.130 stig
160 greinar
1.606 þræðir
16 tilkynningar
3 pistlar
571 myndir
368 kannanir
14.404 álit
Meira

Ofurhugar

g0tlife g0tlife 456 stig
Pex Pex 428 stig
RoyalFool RoyalFool 368 stig
kursk kursk 284 stig
Selshamur Selshamur 176 stig
sinalco00 sinalco00 174 stig
Luther Luther 172 stig

Stjórnendur

Páfagarður 1404 (9 álit)

Páfagarður 1404 Í dag; Róm, á morgun; Ítalía og ekki á morgun heldur hinn; heimurinn.

Þegar páfinn fékk nóg af því að hin evrópsku kathólsku veldi voru að berjast innbyrðist í stað þess að berjast gegn trúvillu í austri og suðri sameinaði hann Ítalíu undir fána Lykla-Péturs. Svo sameinaði hann Evrópu undir einu miðstýrðu Rómarríki. Svo var komið að aðalmálinu; að eyða villutrúarmönnunum í Rússlandi og í Litlu Asíu og að lokum eyða veldi Púkans Allah og leggja heiminn undir kathólskann sið.

Reyndar verð ég að einbeita mér að mongólunum eins og er og hef ég því gefið Rússum tækifæri og ætla að geyma erkifjendur mína Tyrki og Egypta þar til síðast, en þetta er mjög óheppilet þar sem allur herinn minn var í miðausturlöndum. Einnig gaf ég Býsansmönnum tækifæri, ég ætlaði að leyfa þeim að fá öll hernumdu lönd sín aftur og ganga til liðs við mig í heilaga stríðinu en þeir þáðu ekki gull og græna skóga svo ég eyddi þeim… og skildi þá eftir á Kýpur þar sem þeir geta dúsað sem smáríki undir veldi Páfans.

En nú streyma kathólskir herir Evrópu og miðausturlanda norður og austur til að taka á móti leynivopni Allah, Mongólum.

Rómverji gegn Rómverja (2 álit)

Rómverji gegn Rómverja Eftir að hafa farið sigurför um vestur evrópu réðst Julii ættinn á Róm með herafla sem hafði þeir höfðu verið að safna samann í nokkra áratugi.

Eftir árs umsátur um Róm réðst her Brutii ættarinar aftan að þeim og gríðarstór og örlagaríkur bardagi átti sér stað þar sem Julii gjörsigruðu þingið og bandamenn þeirra. Eftir bardagann lágu allir helstu valdamenn þingsins í valnum og Julii menn gengu einfaldlega inn í Róm.

Á árunum eftir sendi nýji keisarinn fjölda launmorðingja til að myrða eftirlifandi þingmenn á meðan sífeld borgarastyrjöld geisaði í Austri og Suðri.
Að lokum stóðu Julii uppi sem sigurvegarar og stjórnuðu þá öllum hinum siðmenntaða heimi.

Jagdpanther - Opposing Fronts (14 álit)

Jagdpanther - Opposing Fronts Einn öflugasti skriðdrekinn sem kemur í Opposing Fronts. Efri myndin er alvöru, neðri er skriðdrekinn í Essence vélinni sem Opposing Fronts notar.

Company of Heroes: Opposing Fronts (8 álit)

Company of Heroes: Opposing Fronts Þessi leikur kemur út 28. september í Evrópu. Þetta er aukapakki fyrir Company of Heroes en það þarf samt ekki upprunalega leikinn til þess að spila þennan.

Þessir með rauðu hattana eru nýja liðið, Bretland. Hitt nýja liðið heitir Panzer Elite. Það verða tvö ný “Campaign” fyrir þessi lið, eða réttara sagt þessa tvo heri, og samanlögð verða þau lengri en upprunalegi leikurinn.

The Settlers: Rise of an Empire (8 álit)

The Settlers: Rise of an Empire Næsti Settlers. Ég er búinn að spila demóið í tætlur og þessi leikur er mjög efnilegur, það hefur alltaf verið draumurinn minn að búa til alvöru borg frá grunni. Mjög fáir RTS leikir bjóða upp á það, maður er oftast bara að ploppa niður nokkrum mismunandi byggingum með engum vegum og engu lífi.

Empire: Total War (2 álit)

Empire: Total War Næsti Total War leikurinn. Hann kemur út 2008 og gerist á 18. til 19. öld.

http://www.gamespot.com/pc/strategy/empiretotalwar/news.html?sid=6177177&om_act=convert&om_clk=newsfeatures&tag=newsfeatures;title;1

Róóóm.... (9 álit)

Róóóm.... teehee, gotta love RTW. (=

Eldgos á íslandi (9 álit)

Eldgos á íslandi Var að spila mod fyrir Medieval 2 sem heitir PRO DEO ET REGE v0.4 og fékk þessi skilaboð á því herrans ári 1104.
Nánari upplýsingar um þetta mod http://www.twcenter.net/forums/showthread.php?t=107699

RIP (10 álit)

RIP Já þarna sjáiði Kónginn minn búinn að berjast eins og brjálaðingur gegn frökkum og fór svo seinna í krossför á Toulouse sem var þá kastali í eigu frakka. Annahvort verður það aldurinn eða Milan sem á eftir að pwna hann :(

Hearts of Iron II: Doomsday (15 álit)

Hearts of Iron II: Doomsday Ég fetaði í fótspor Hitlers og bætti um betur. Eftir fall Sovétríkjanna færðist ró yfir stríðið og víglínan færðist að landamærum Persíu(Írans) og Breska-Indlands. Einnig fór ég með suðurhersafnaðinn minn suður í Afríku og stækkaði yfirráðasvæði bandamanna minna Ítala og Vicky-Frakka. Óvinurinn er því leifar af Breska heimsveldinu og hin ungu Bandaríki sem enn búa yfir almennilegum herhafla að ég held. Verst bara hvað ég gat ekki súmmað lengra út og því sést ekki allt yfirráðasvæðið. En það sem ekki sést á þessari mynd er Ísland og Grænland sem einnig er undir stjórn Þjóðverja.

Magnaður leikur sem ég mæli með ef menn hafa áhuga á góðum strategíuleikjum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok