John F. Kennedy, fyrrv. forseti bandaríkjanna. Hvaða skoðun sem menn annars hafa á John F. Kennedy þá sagði hann a.m.k. eina fleyga setningu sem segir meira en margt annað um skyldu einstaklingsins við ættjörð sína: “Don't think about what your country can do for you, think about what you can do for your country!” Að vísu mun kallinn sjálfur alls ekki hafa samið þetta heldur einhver ræðuhöfundur á lélegum launum en orðin standa þó fullkomlega fyrir sínu engu að síður.