Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sport

Ofurhugar

hress hress 5.580 stig
HwaRang HwaRang 2.654 stig
goat goat 2.130 stig
steindor steindor 2.108 stig
gong gong 2.036 stig
daxes daxes 2.020 stig
crazy crazy 1.866 stig

Chloe Bruce verður í Combat Gym 18-19september (10 álit)

Chloe Bruce verður í Combat Gym 18-19september 4. dan Tang Soo Do (95% sama og TKD) og margfaldur meistari í freestyle formi, stuntleikari, Parkour, og margt fleira

Verður með æfingar í Combat Gym 18-19. September. Þó svo að hún sé ekki “functional” bardagalistakona þá er þetta alveg einstakt tækifæri til að sjá og læra af henni. Eitthvað sem flest allir ættu að hafa gaman af þrátt fyrir sinn stíl og hefðir.

Guiness World Records 2009 >> http://www.youtube.com/watch?v=XJD9RqlPkCU&feature=related

Heimasíðan hennar >>> http://www.chloebruce.co.uk/

Vitalij Stakanov (4 álit)

Vitalij Stakanov Kennir Muay Thai á Combat Gym

Fitness Muay Thai - Basic Muay Thai - Pro Muay Thai

Stundatafla um tíma á www.combat.is

Vitalij býr yfir 16 ára reynsla í Muay Thai.
Með yfir 100 Muay Thai bardaga.
Hefur m.a þjálfað Evrópumeistara og K-1 contendera.
Án efa einn allra besti Muay Thai þjálfarinn á Íslandi í dag.

Nýtt fjólublátt belti í Mjölni (2 álit)

Nýtt fjólublátt belti í Mjölni Í dag var Axel Kristinssyni, aðalþjálfara barnastarfs hjá Mjölni, veitt fjólubláa beltið í BJJ. Við óskum Axel til hamingju með árangurinn. Hann er mjög vel að þessu kominn og frábær fyrirmynd.

Á myndinni hér að ofan á sjá Axel með nýja beltið milli þeirra Gunnars Nelson og James Davis. Bjarni Baldursson er lengst til vinstri. Allir eru þessir fjórir hluti af frábæru þjálfarateymi Mjölnis.

Árni og Vitalji að sparra í Combat Gym (2 álit)

Árni og Vitalji að sparra í Combat Gym Árni þjálfar M.M.A. hóp hjá combat gym og Vitalij þjálfar Muay Thai hópana

www.combat.is


Árni Ísaksson:
Hefur m.a unnið tvo UFC fightera á sama kvöldinu!(Jeff Cox og Dennis Siver)
Ósigraður í Muay thai (5-0)
Ósigraður í Ólympísku boxi (2-0).
Íslandsmeistari í boxi
Reynslumesti MMA maður á Íslandi (8-2 professional record)
Viðurkenndur þjálfari hjá SBGi
Stofnandi Combat Conditioning.
Fjólublátt belti í BJJ, 2010
Mjölnir Open 4, 2009, -88kg (Gull)
Mjölnir Open 4, 2009, -Opinn flokkur (Gull)

Vitalij:
Yfir 16 ára reynsla í Muay Thai.
Með yfir 100 Muay Thai bardaga.
Hefur m.a þjálfað Evrópumeistara og K-1 contendera.
Án efa einn allra besti Muay Thai þjálfarinn á Íslandi í dag.

Gunnar mætir Danny Mitchell um helgina (13 álit)

Gunnar mætir Danny Mitchell um helgina Gunnar mætir Danny á laugardagskvöldið. Danny er talinn sigurstranglegri af ensku veðbönkunum. Hann hefur keppt 14 MMA bardaga alls og er 8-1 á atvinnumanna ferlinum. Í dag birtist viðtal við Danny á MMA Spot þar sem hann segist aldrei hafa verið eins vel undirbúinn fyrir nokkurn bardaga á ferlinum. Gunnar hefur undirbúið sig undir þennan bardaga hér heima að þessu sinni.

Þess má geta að Stöð 2 hefur keypt sýningaréttinn af bardaganum og verður hann sýndur þar fljótlega. Þó ekki beint.

Thomas Muller (0 álit)

Thomas Muller Besti ungi leikmaður HM 2010 og einnig markahæstur með 5 mörk og 3 assist.

Thomas Muller (0 álit)

Thomas Muller Besti ungi leikmaður HM 2010 hann varð líka markahæstur með 5 mörk og 3 assist. Mæli með því að menn fylgist með þessum dreng, á eftir að verða svaðalegt nafn í framtíðinni.

Trivia (2 álit)

Trivia Hver er maðurinn?

spine 180° (2 álit)

spine 180° 180° yfir spine :)

Tvö ný belti í Mjölni (5 álit)

Tvö ný belti í Mjölni Gunnar Nelson gráðaði þá Þráin Kolbeinsson í fjólublátt belti og Þorvald Blöndal í blátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu í Mjölni í dag. Báðir eru þeir afar vel að beltunum komnir. Þráinn er orðinn einn sterkasti BJJ maður Íslands og er skemmst að minnast þegar hann vann gullverðlaun í sínum flokki á Gracie Invitational í London í maí og tók svo silfur í opna flokknum. Þorvald Blöndal þarf ekki að kynna, hann hefur verið einn fremsti judomaður Íslands um langt árabil og unnið til fleiri Íslandsmeistaratitla og annarra verðlauna en ég kann að nefna. Sjá nánar um þetta á Mjölnisvefnum.

Á myndinni má sjá Þorvald og Þráin milli þeirra Gunnars og James Davis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok