Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Kiss of Death (13 álit)

Kiss of Death Teiknuð mynd af kossinum á milli fyrrum leiðtoga Austur Þýskalands og Sovétríkisins, Honecker og Brezhnev.
Ég var allavega komin með leið á Arrafat - Hussein kossa myndini.

Saddam og Yasser (19 álit)

Saddam og Yasser Tveir af mínum eftirlætishöfðingjum. Því miður eru þeir aðeins í minningum fólks en þó ekki eins. Öðrum er minnst að hafa hýst glæpamenn, sprengt upp þorp og farið í stríð af ástæðulausu meðan hinum er vonandi minnst sem nobel verðlaunuðum manni fyrir að reyna koma friði á botn miðjarðarhafs.

Báðir voru þeir gríðarlega gáfaðir og miklir menn. Stjórnuðu vel og lengi og nutu vinsældir landans. Það má ekki segja það sama um stjórn Palistínu né Íraks í dag þar sem ástandið er skelfingur í báðum löndum.

Vonum að það komi nýr Hussein og nýr Arafat til að koma friði á þessi stríðshjáðustu svæði heims í dag!

Þarfasti þjónninn (13 álit)

Þarfasti þjónninn Willys-jeppinn er einn af frægari bílum sögunnar, enda með eindæmum sterkbyggður og fjölhæfur. Hann var hannaður fyrir bandaríska herinn á árum Seinni heimstyrjaldar sem “Genaral Purpose Vehicle” eða GPV, og þaðan er orðið “Jeep” komið. Á stríðsárunum var hann framleiddur í hundruð þúsundum eintaka, og þjónaði í herjum Bandaríkjanna og fleiri bandamanna. Kaninn kom með hann hingað til lands og við tókum strax ástfóstri við hann, því hér var loks komið ökutækið sem sannarlega uppfyllti seinni tíma klisjuna “Bíll fyrir íslenskar aðstæður”.

Eftir stríðið var farið einnig að framleiða Willýsinn fyrir almenning, en bandaríski herinn hélt áfram að nota hann allt fram undir 1980, þegar hann loks skipti honum út fyrir stærra, öflugra, flóknara (og auðvitað margfalt dýrara) ökutæki sem nefndist High Mobility Multipurpose Wheeled Vehicle – HumVee, eða Hummer í almenningsútgáfunni.

Allavega, hér er skopmynd eftir Bill Mauldin sem sýnir í hversu miklum metum Willýsinn var hjá bandaríska hernum.

Heróín hóstameðal (5 álit)

Heróín hóstameðal “From 1898 through to 1910 heroin was marketed as a non-addictive morphine substitute and cough medicine for children.”
Tekið af Wikipedia.

Þar hafiði það! Heróín var notað sem barnahóstameðal snemma á 20. öldinni af Bayer lyfjafyrirtækinu.

Bayer er þýskt lyfjafyrirtæki… Hitler þjáðist af lungnasýkingum þegar hann var 14 ára… nei bara smá pæling :)

Írak-Íran stríðið (6 álit)

Írak-Íran stríðið hér má sjá mynd, af írak í Írak-Íran stríðnu, sem ég fann á google, og var geymd á einhverri síðu sem hét eitthvað healingiraq eða eitthvað þálíka.


eins og sumir hér vita, enn ekki allir, byrjaði stríðið 1980 og lauk 1988 og er á lista yfir af nokkrum mannfallshæstu stríðunum, auðvitað eru mörg stríð sem hafa valdið meiri mannfalli, enn í kringum eina milljón manna dó í þessu stríði.

einnig ákvað ég að lýsa hér aðeins herjunum í löndunum tveimur.

sá Íraski var fámennari, enn þjálfaðri, og hafði fleirri skriðdreka, þeir áttu færri flugvelar og fallbyssur, enn þær jukust eftir því lengra sem stríðið fór og áttu þeir meira enn 4000 fallbyssur í endan enn byrjuðu með þúsund, og meiri enn 500 flugvelar, eftir því sem lengra leið á stríðið jukust vopn þeirra, því þeir ólíkt írönum gátu keypt sér ný, aðalega af soviétríkjunum enn svo seinna meir bandaríkjamönnum. þeir notuðu ítrekað efnavopn, og aðalega 3 gastegundir, sem eru VX, Sarín og Sinnepsgas.

Sá Íranski var fjölmennari enn íraski herinn enn minn þjálfaður og í byrjun stríðsins áttu þeir nóg af vopnum, enn fór fækkandi því ólíkt írökum vildi enginn selja þeim vopn, í byrjun áttu þeir meiri flugvélar enn Írakar, enn í endan aðeins um 40-50 kanski 60. og því lengra sem leið á stríðið byrjuðu þeir á að nota frekar lélega herkænsku, sem á ensku nefnist Human-wave enn á íslnesku er það bein þýðin mannleg alda. einnig voru þeir með unglinga í hernum enn létu þá oftast fara fremst, til að hreinsa jarðsprengjur svo betri her gæti komið þegar unglingarnir hefðu drepið sig á flestum jarðsprengjunum. ef til vill hafa hermenn þeirra einhvern tíman minnt soldið á fyrri heimstyrjöld því oft gengu þeir með gasgrímur þar sem Írakar notuðu oft gasprengur.

Saddam Hussein sagðist upphaflega ætla að reyna að ná suðurhluta landsins, sem að samkvæmt honum, var að mestu leyti byggður aröbum, ekki persum eins og búa í flestöllu Íran. og þegar Íranir höfðu rekið íraka úr landinu buðu þeir Írökum einhverja fáránlega háa skilmála, líklega vissi Khomeini af því að Saddam myndi neita, enn með þessu gæti hann látið lýta út fyrir að Írakar væru enn árásarliðinn.

stríðið endaði 1988 líklegast þar sem írakar voru frekar snauðir á mannafla til að berjast við íran og íranir voru snauðir af vopnum, og heimsálit á þeim minkaði þar sem að þeir voru alveg í aðstöðu til að stöðva stríðið því líklegast myndi Saddam Hussein semja frið fengi hann almennilegan friðarsamning, eftir stríðið var lítið breytt og landamærin þau sömu.

þó hafði stríðið kostað þjóðirnar mikið og ekkert var haft uppúr krafsinu, og urðu skuldir Íraks til kuweitar til þess að Saddam réðst inn í kuweit og varð það kveikjan að fyrri íraksstríðinu sem líklegast varð kveikjan að seinni íraksstríðinu.

Sagan(nýja sagnfræðiblaðið) (6 álit)

Sagan(nýja sagnfræðiblaðið) Jæja þetta er nýja sagnfræðiblaðið sem var að koma út.
Persónulega finnst mér það algjör snild og hvet flesta til að kaupa sér fyrsta blaðið á tilboðsverði kr990 og kynna sér þetta flotta blað.

Mikhail Kalashnikov (15 álit)

Mikhail Kalashnikov Eins og titillinn segir. Hér er Mikhail Timofeyevich Kalashnikov, árið 1949 2 árum eftir að hann hannaði fyrstu AK-47(Avtomat Kalashnikova 1947)byssuna og var þá 30 ára(28 þegar byssan var hönnuð)og síðan mynd af hvernig hann er nú. Hann verður 88 ára í Nóvembe

Hitler goes to Hollywood (11 álit)

Hitler goes to Hollywood Þarna eru þrjú dæmi úr vel þekktum myndum sem sýna áhrifin sem Leni Riefenstahl hafði á kvikmyndabransann með áróðurs/heimildarmyndinni Triumph des Willens (betur þekkt sem Triumph of the Will á ensku) sem kom út 1934.

Á mynd 1 sést brot af upprunalega verkinu, hátt settir meðlimir SS, leiddir af Adolf Hitler sjálfum ganga inn í fundarsalinn í Nuremberg.

Á mynd 2 sést hinsvegar skjáskot úr Star Wars IV: A New Hope, endaatriðið þegar Luke Skywalker og Han Solo fá medalíur. Svipuð uppstilling var nokkrum sinnum notuð í síðari Star Wars myndum.

Á mynd 3 er síðan skjáskot úr LOTR II: The Two Towers, þar sem Sarúman(Hitler) sýnir Gríma her sinn. Þetta atriði minnir að vísu ekki jafn mikið á Triumph en Brad Dourif - maðurinn sem lék Gríma - sagði í viðtali að atriðið væri byggt á Triumph.

Mynd 4 er svo skjáskot úr myndinni Gladiator, með Commodus(Hitler) í miðju og mikinn her fyrir aftan sig.


Margar fleiri myndir hafa notað sömu uppstillingu eins og t.d. A Clockwork Orange, The Wall, Citizen Kane og Lion King.

Evrópa 1942 (28 álit)

Evrópa 1942 Ég teiknaði upp þetta þemakort af Evrópu árið 1942 sem sýnir yfir-og umráðasvæði Þýskalands Hitlers. Ég voga mér að nota svo sterkt orð um öll löndin á kortinu og það eina sem í vafa væri væri eflaust Ítalía og Finnland sem ekki voru í raun “viðurkennd” leppríki Þýskalands en undirgefin þó og bandamenn út í hið ýtrasta, og þess má geta að Ítalska ríkisstjórnin féll árið 1943 og varð landið þá þýskt hernámssvæði.
Villjandi tala ég ekki um Öxulveldin eins og hefði verið meira viðeigandi ef hér væri um sögubók að ræða, en Öxulveldin voru ekkert án Þjóðverja og aðeins aumir leppar háðir nasistum. (Þarna er ég að tala um Öxulveldin í Evrópu)

Hitler hafði þarna tekið í valdataumanna í einu af fátækustu ríkjum álfunnar og lagt undir sig hvert ríkið á fætur öðru og allt fyrir eitt markmkið; leggja Sovétríkin kommúnísku undir járnhælinn og rækta “Judefrei” arískann heim. Ár er síðan úrslitastundin rann upp og Hitler er kominn að bæjardyrum Stalíns. Norðurherinn að Leningrad, Miðherinn að Moskvu og Suðurherinn að Stalingrad. En lengra fóru þeir ekki. Ekki hafði þó allt gengið átakalaust fyrir sig því Sovétmenn voru byrjaðir að sýna mótspyrnu (sem síðar varð þeim [þjóðverjunum] að falli)og Bretland enn óunnið þrátt fyrir að vera eitt á móti allri iðnaðargetu álfunnar. Og Bandamenn sóttu að í Afríku.

En engu að síður er þetta ótrúlegt, hvar sem er í ‘þessu rauða’ hefði Hitler getað búið til kjarnorkuver, eða flugvöll, eða skriðdreka. Og ‘þetta rauða’ þekur nánast alla Evrópu,- hinn þekkta heim.

Auðvitað á ‘veldi’ Öxulveldanna í Afríku að vera á myndinni en ég fann því miður ekki svo stórt og gott grunn-evrópukort.

Watkin's tower (1 álit)

Watkin's tower Þegar Sir Edward Watkin, auðugur þingmaður og forstjóri þá-leiðandi lestafyrirtækis í Englandi, snéri aftur frá ferð sinni til Parísar þar sem hann hafði m.a. skoðað hinn nýbyggða Eiffel turn var hann fullur hugmynda og væntinga.
Eiffel turninn hafði undrað allan heiminn og var þá-hæsta bygging heims, en hann var eitt af fyrstu stórvirkjunum til að sýna fram á kosti stáls í skýjakljúfum og turnum, sem þá var á grunnstigi.

Watkin vildi byggja turn minnst 45 m. hærri en Eiffel turninn og bauð Gustav Eiffel að hanna nýja turninn en Eiffel hafnaði boðinu vitanlega, til að halda tryggð við þjóð sína. Þetta var árið 1889.
Því næst hélt Watkin alþjóðlega hönnunarkeppni þar sem lokahönnunin þurfti að keppa við ýmsar hannanir eins og lóðréttan bæ sem innihélt íbúðabyggingar, skrifstofur, bókasafn(?), réttarsal og margt fleira, útgáfu af skakka turninum í Pisa beinum, eftirlíkingu af Gizapíramídanum með eftirlíkingu af hengigörðum Babýlons við, og ýmislegt fleira.
Sigurhönnunin var 350 m. hár málmturn á 8 fótum (sumar heimildir mínar segja reyndar 6).
Watkin fól Sir Benjamin Baker verkefnið og hann fækkaði fótunum úr 8 í 4 vegna fjármagnsskorts, sem átti síðar eftir að stuðla að niðurníðslu og yfirgefningu turnsins.

Byrjað var að byggja 1892, og árið 1894 var fyrsta stigi hans lokið og garðurinn umhverfis og turinn sjálfur var opnaður almenningi. Turninn hafði náð aðeins 47 m. hæð á þeim tíma.

Byggingu var hætt seint 1894 þar til nægt fjármagn safnaðist til að halda byggingu áfram, en kostnaður jókst stórlega þegar turninn varð fyrir landsigi.
Þegar Watkin sjálfur dó síðan 1901 fór mestur áhugi fyrir áframhaldi byggingarinnar og fjármagnið kom aldrei, en staðurinn var opinn allt til ársins 1907 þegar hann var sprengdur upp til að rýma fyrir nýjum byggingum, og hafði þá öðlast gælunöfn eins og London stubburinn og Vitleysa Waktin's.

Á staðnum er nú hinn frægi Wembley-leikvangur en undirstöður turnsins fundust einmitt við endurbyggingu leikvangsins 2005.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok