Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

100.000? (4 álit)

100.000? Hér sést áróðursmynd frá miðjum 4. áratugnum frá Þýskalandi, þar sem sýndur er þýski herinn, 100.000 manna her, umkringdur stórum og stæðilegum herum nágranna sinna.

Þetta var gert til að sýna hversu ósanngjarn Versalasamningurinn var, sem, og vonandi kallar mig enginn nasista fyrir að segja þetta, hann var í raun að mínu mati.
Hann m.a. takmarkaði stærð hers Þjóðverja við 100.000 manns, sem var fáránlega lítið, eins og sýnt er á ofanverðri mynd.

Þó ég geti ekki ábyrgst áreiðanleika þessa talna sýnir myndin m.a. að stærð franska hersins hafi verið 5 mil., stærð þess pólska var 2.5, og 300 þús. hjá Svíum.

Martin Luther King (13 álit)

Martin Luther King Hér er Martin Luther King að flytja hina frægu “.. I have a dream” ræðu eins og hún er stundum kölluð, þann 28.ágúst 1963.

Ræðuna er hægt að sjá hér, mæli endilega með henni fyrir áhugasama ;

http://www.youtube.com/watch?v=PbUtL_0vAJk

“Now is the time to lift our nation from the quicksand of racial injustice to the solid rock of brotherhood. Now is the time to make justice a reality for all of God's children.”

Svo sannarlega merkilegur maður.

William McKinley (3 álit)

William McKinley William McKinley Jr. var 25. forseti Bandaríkjanna og var forseti frá fjórða mars 1897 til fjórtánda september 1901.

Fimmta september 1901 var McKinley skotinn tvemur skotum af Leon Frank Czolgosz, bandarískum anarkista. Fyrra skotið hitti hann í öxlina en það seinna í magann og í gegnum nýrað og festist að lokum í vöðva í bakinu á honum. Læknar náðu að fjarlægja seinni kúluna en ekki þá fyrri en héldu að það væri í lagi og að McKinley mundi ná sér að fullu. Nokkrum dögum seinna kom drep í sárið þar sem hann var skotinn og fjórtánda september 1901 dó McKinley

Leon Frank Czolgosz var dæmdur til dauða og var tekinn af lífi í rafmagnsstól 29. október 1901.

Mount McKinley, hæsta fjall N-Ameríku er skýrt eftir William McKinley, sem var eins og glöggir lesendur taka eftir, afar ferskur maður í alla staði.

Remember December the 7th! (3 álit)

Remember December the 7th! Ég þarf varla að fræða sagnfræðiáhugamenn þessa áhugamáls um Pearl Harbor árásirnar, 7. desember 1941.

Eins og þið flestir sennilega vitið var það dagurinn sem yfirleitt er sagður sá dagur sem Bandaríkjamenn voru dregnir í seinni heimsstyrjöldina.

Eftir fylgdi bylgja and-japansks áróðurs, eins og Tokio Kid myndin sem DutyCalls senti inn, og þjóðræknisæði eins og ekki hafði sést áður og mætti helst líkja við vænisýkina sem reið um ameríku eftir 11. september þegar Bush, líkt og Roosevelt forðum, minnti almúgann iðulega á í ræðum sínum að “No longer are we protected by our oceans” og út um allt sáust áminningar til almennings um að “Remember 9/11”, líkt og myndin hér að ofan frá 1941 sem sýnir áróðursplaggat.


Helst minnir þetta mig á orð sem vitur maður sagði, “History repeats itself”.

Dæmi um ‘Remember 9/11’ áróður: http://www.brooklyncigars.com/skylineflag.jpg


Ég vil taka fram að með þessu er ég á engan hátt að reyna að draga úr alvarleika hryðjuverkaárásanna 11. september.

Tokio Kid (10 álit)

Tokio Kid Kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki eru í dag af mörgum úthrópaðar sem alveg einstök illvirki í mannkynssögunni. Þær voru vissulega hroðalegar, en í sögulegu samhengi - og frá samtíma-sjónarhorni - eru þær “börn síns tíma”. Afleiðing og endir skelfilegrar styrjaldar þar sem menn voru orðnir ónæmir fyrir fjöldadrápum á óvininum.

Á Kyrrahafinu hafði þetta grimmdaræði viðgengist og magnast í fjögur ár. Áður en Bandaríkjamenn fengu stóru sprengjurnar sumarið 1945, höfðu þeir þegar drepið hundruðir þúsunda af japönskum borgurum í “venjulegum” loftárásum. Í stríði sem Japanar höfðu reyndar hafið, og háð af mikilli grimmd og óvirðingu fyrir almennum borgurum og stríðsföngum. Í ágúst 1945 var því ekki mikið um “móralskar skrúplur” hjá Bandaríkjamönnum varðandi eyðingu japanskra borga eða Japana yfirleitt. Kjarnorkusprengjurnar vour einfaldlega “More Bang for the Buck”.

Þetta plakat er frá 1944, ári fyrir kjarnorkuárásirnar, og lýsir áliti Bandaríkjamanna á “Japs” á þeim tíma, og er bara eitt fjölmargra í svipuðum dúr. Aðeins al-hörðustu mannvinum og/eða friðarsinnum þótti eitthvað athugavert við að útrýma Japönum í stórum stíl með árásum sem voru sérsniðnar í þeim tilgangi.

Í dag er þetta að sjálfsögðu umdeildara. Mörgum (en alls ekki öllum) þykja loftárásirnar á Japan og sérstaklega kjarnorkuárásirnar hafa verið hrein og klár villimennska, hernaðarlega óþarfar og framkvæmdar aðeins til að svala því hatri- og hefndarþorsta sem þetta plakat sýnir.

Hindenburg og Ludendorff (3 álit)

Hindenburg og Ludendorff Hér sjást tveir af mestu herforingjum Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld, Hindenburg og Ludendorff, skoða og íhuga stöðuna á Vesturvígstöðvunum.

Báðir voru þeir af Prússneskum aðalsættum, og hernaður hafði verið þeirra ævistarf. Fyrst fyrir Prússneska konungsdæmið og síðan fyrir hið sameinaða Þýska keisaradæmi. Þóttu þeir báðir (ásamt Vilhjálmi II keisara) vera týpískir holdgervingar Þýskalands, með sinn stífa prússnesk-aristókratíska hernaðaranda sem undirstikaður var með snúnum yfirvaraskeggjum og skrautlegum gadd-hjálmum.

Eftir hinn nöturlega ósigur Þýskalands í WWI, með hruni keisaradæmisins og stofnun Weimar-lýðveldisins, áttu örlög þeirra beggja eftir að leiða þá saman við austurrískan fátækling og fyrrum korporál í hinum mikla her þeirra, Adolf Hitler.

Ludendorff, í biturð sinni, gerðist um hríð stuðningsmaður hins smáa Nazistaflokks Hitlers í Bæjaralandi og átti nokkurn þátt í “Bjórkjallara-uppreisninni” í München árið 1923. Snerist þó gegn Hitler síðar, en þá var það afskrifað sem elliglöp.

Hindenburg var hinsvegar í krafti orðspors síns kosinn forseti Weimar-lýðveldisins, sem var meira formlegt en valda-embætti. Hann var yfir áttræður að aldri og farið að förlast árið 1933 þegar nazistar unnu sinn stærsta kosningasigur, og lenti hann þá í eldlínu þýskra stjórnmála. Hitler tókst smám saman fyrir rest að þvinga gamla manninn til að veita sér kanslaraembættið, og þegar Hindenburg lést árið 1935 beið Hitler ekki boðanna að sameina kanslara- og forsetaembættið í eitt, kallað “Führer”.

Þannig höfðu báðir þessir gömlu þýsku herforingjar og aðalsmenn óbeint hjálpað “austurríska liðþjálfanum” til æðstu valda.


Algjörlega til gamans má geta þess að Goebbels áróðursráðherra fór þess á leit við Zeppelin loftskipafélagið árið 1936, að hið nýja og glæsilega loftskip þess yrði skírt “Adolf Hitler”. Forstjóri félagsins, sem var ekki vel við nazista, tók það ekki í mál og skipið var skírt eftir þjóðhetjunni og forsetanum nýlátna. Eftir á að hyggja hafa nazistar líklega verið fegnir :D

Er Jeltsín lét Gobba lesa (7 álit)

Er Jeltsín lét Gobba lesa Um haustið 1991 nokkru eftir misheppnuðu valdaránstilraun flokkshestanna í kommúnistaflokknum sovéska fór að halla undir völd og áhrif Mikhaíls Gorbatsjevs aðalritara flokksins og leiðtoga Sovétríkjanna (reyndar var hann farinn að kalla sig ‘forseta Sovétríkjanna’). Og myndaðist valdabarátta milli samveldissinna og aðskilnaðarsinna innan ríkjanna og var Boris Jeltsín forseti Rússneska Sovétlýðveldisins helsti pólitíski andstæðingur Gorbatsjevs og vildi hann sjá sjálfstætt Rússland.

Á þingi Rússneska Sovétlýðveldisins í nóvember lagði Jeltsín til að flokkurinn yrði bannaður fyrir valdaránið. Ekki tók Gorbatsjev undir það og sagði hann að það yrði ljótur leikur fyrir fólkið í landinu (þá átti hann helst við verkamenn og bændur). Þá neyddi Jeltsín hann lesa nöfn þeirra flokksmeðlima sem höfðu tekið þátt í valdaráninu en það var miður skemmtileg uppákoma að margra mati, niðurlægjandi og óþarfi. Fór þetta fram í sjónvarpsútsendingu frá þinghúsinu.
Eftir lesturinn sagði Jeltsín eitthvað á þá leið: “Þá yfir í léttari strengi, nú skrifa ég undir tilskipunina um að banna flokkin.” Gorbatsjev sagði að hann gæti ekki bannað allann flokkinn útaf einhverju sem nokkrir meðlimir höfðu gert. Jeltsín kvaðst þá ekki vera að banna hann heldur aðeins taka hann úr umferð á meðan á rannsókn málsins stendur og skrifaði hann undir við mikið lófatak rússneskuk þingmannanna.

Og þá var Sovéski Kommúnisaflokkurinn bannaður í Rússneska Sovétlýðveldinu, sem gerði Sovéska ríkið að frekar valdalítlu batteríi enda sögðu úkraínska og rússneska sovétlýðveldið sig úr ríkjasambandinu í desember og lýsti Jeltsín þá því yfir að Sovétríkin væru hrunin. Þá var Gorbatsjev öllum lokið. Hann sagði af sér 25 desember en mótmælti þessu harðlega og taldi Jeltsín vinna þvert á vilja fólksins, enda hefðu flestir viljað halda ríkjasambandinu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.

Chiang Kai-shek (0 álit)

Chiang Kai-shek Chiang Kai-shek(1887-1975) var leiðtogi Kuomintan flokksins(þjóðernisflokksins í kína) og barðist hatrammlega gegn Kommúnistum og Japönum en þurfti þó að lokum að flýja til Taívan og stofnaði formlega ríkistjórn árið 1950

John F. Kennedy (3 álit)

John F. Kennedy John F. Kennedy (1961-63)

Himmler og Hitler (8 álit)

Himmler og Hitler Heinrich Himmler og Adolf Hitle
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok