Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Fræg mynd úr Víetnamstríðinu (6 álit)

Fræg mynd úr Víetnamstríðinu Fjölmiðlar áttu stóran þátt í að efla andstöðu við Víetnamstríðið á vesturlöndum, með hispurslausum birtingum sínum á bláköldum raunveruleikanum. Hér er ein af eftirminnilegustu af þessum ljósmyndum sem vöktu almenning til vitundar.

Suður-Víetnömsk yfirvöld sem Bandaríkjamenn studdu, voru síst skárri en hinir kommúnísku Norður-Víetnamar og Víet-Cong skæruliðar varðandi hrottaskap við andstæðinga sína – raunverulega eða bara grunaða.

Þessi mynd er tekin 1. febrúar 1968, og sýnir Nguyen Ngoc Loan, yfirlögreglustjóra Suður-Víetnams, taka grunaðan Víet-Cong mann af lífi. Um hájartan dag, útá miðri götu, fyrir framan myndavélar heimspressunnar.

Þessi ljósmynd, og öllu blóðugri kvikmynd af sama atviki fóru í fjölmiðla um allan heim, og vöktu hneykslun og viðbjóð sem efldi andstöðuna við stríðið.

Unknown (13 álit)

Unknown getur einhver sagt mér hvaða byssa þetta er?

Nasista foringinn Hermann Göring. (9 álit)

Nasista foringinn Hermann Göring. Hann stjórnaði Gestapo* í seinniheimsstyrjöldinni.

*Geheime Staatspolizei = secret state police

http://en.wikipedia.org/wiki/Hermann_G%C3%B6ring#World_War_II

Kjarnorku sprengjan í Hirosima (55 álit)

Kjarnorku sprengjan í Hirosima Þetta er mynd af sprengingunni á Japönsku borgina Hirosima.

Karþagóborg (4 álit)

Karþagóborg Rústir Karþagóborgar. En þessar rústir eru frá endurbyggingu borgarinar er Sesar og fleyri komu í verk

Hagia Sofia - Ægisif kirkjan í Konstantínópel / Istanbúl (17 álit)

Hagia Sofia - Ægisif kirkjan í Konstantínópel / Istanbúl Þessi gríðarlega fallega kirkja var reist árið 1084 og var upphaflega notuð til grísk-rétttrúnaðar trúariðkunar. Norrænir menn kölluðu hana Ægisif. Árið 1453 hertóku Ósmannar Konstantínópel og gerðu Sofiukirkjuna að mosku. Allar fallegu mósaíkmyndirnar voru eyðilagðar þar sem íslömsk trú leyfir ekki myndir í trúhúsum sínum. Loks gerði Tyrkjaforsetinn Kemal Ataturk hana að safni og lét allar mósaíkmyndirnar hafa verið endurgerðar og byggingin er enn í dag talin ein af fallegustu byggingum sem hefur nokkurn tímann verið byggð.

Angkor Wat (1 álit)

Angkor Wat Angkor Wat var/er musteri í Angkor, Kampútcheru (Kambódíu) og var byggt á 12. öld af Surjavamani II kóngi til að vera konungshöll og þjóna þjóðtrúnni, hindúisma. Tveimur til þrem öldum seinna var Angkor Wat umbreytt í búddhistamusteri. Angkor Wat er mjög flókin bygging með fimm “turna” og mikið verkfræðiundur. Í dag reyna menn hvað þeir geta til að viðhalda byggingunni fallegu til að halda áfram tilbiðslu þar. Í dag er þetta mesta túristasvæði í Suðaustur-Asíu og ferðamönnunum fjölgar ár frá ári.

Taj Mahal (1 álit)

Taj Mahal Var byggt í kringum 1650 í Agra, Indlandi. Mógúlakeisarinn Shah Jahan lét byggja þessa fallegu byggingu sem grafhýsi fyrir eiginkonu sína. Fólk hefur velt því lengi fyrir sér hvað það sé sem geri þessa byggingu svona fallega. Sumir segja samræmið milli garðsins og byggingarinnar, aðrir hversu umfangsmikil hún er og stór, og enn aðrir segja að hugarfarið hjá Mógúlakeisaranum geri hana svona fallega. Maður sem ferðast um alla Asíu til finna efni í hús yfir látna konu sína. Mjög rómantískt. Mér finnst þetta síðastnefnda. Hvað finnst ykkur?

Ítalski herinn (7 álit)

Ítalski herinn Ítalski herinn sem lítur svo voða vel út á hersýningum Mussolinis með nýpússaða stálhjálma og sjæní skósvört leðurstígvél en var svo eftirminnilega valtað yfir af Bretum og Bandaríkjamönnum. Ítalska herstjórnin og Mussolini höfðu miklar vonir um landvinninga í Frakklandi og Afríku þar sem þeir börðust eins og hetjur við “hálfnakta afríkunegra með spjót.”

Lítið varð úr þessum vonum.

Berlin 1945 (0 álit)

Berlin 1945 Fyrir framan Brandenburg hliðið í rjúkandi rústum Berlínar árið 1945 er hugað að særðum hermönnum og borgurum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok