Fjölmiðlar áttu stóran þátt í að efla andstöðu við Víetnamstríðið á vesturlöndum, með hispurslausum birtingum sínum á bláköldum raunveruleikanum. Hér er ein af eftirminnilegustu af þessum ljósmyndum sem vöktu almenning til vitundar.
Suður-Víetnömsk yfirvöld sem Bandaríkjamenn studdu, voru síst skárri en hinir kommúnísku Norður-Víetnamar og Víet-Cong skæruliðar varðandi hrottaskap við andstæðinga sína – raunverulega eða bara grunaða.
Þessi mynd er tekin 1. febrúar 1968, og sýnir Nguyen Ngoc Loan, yfirlögreglustjóra Suður-Víetnams, taka grunaðan Víet-Cong mann af lífi. Um hájartan dag, útá miðri götu, fyrir framan myndavélar heimspressunnar.
Þessi ljósmynd, og öllu blóðugri kvikmynd af sama atviki fóru í fjölmiðla um allan heim, og vöktu hneykslun og viðbjóð sem efldi andstöðuna við stríðið.