Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

The Pantheon (1 álit)

The Pantheon Pantheon er eins og hof eða lítur eins og venjulegt hof þegar þú labbar að því. En þegar þú kemur inní það er þetta eins og stórt egg og það er gat efst uppi , hringur, sést betur hér:
http://www.pantheonintl.com/images/Pantheon_light_r2_c1.jpg

En þarna eru keisarar grafnir og fleira háttsett fólk, þú getur labbað að gröfinnu eða mjög nálagt henni og séð þær allar og þetta er glæsilegt mannvirki

Hringleikahúsið (18 álit)

Hringleikahúsið Jáá svona lítur hringleikahúsið nú til dags. Þarna hef ég farið með íslenskum farastjóra og fengið alla söguna í mig.

Ástæðan fyrir því að allir veggir eru svona holóttir er vegna þess að þegar það var byggt voru látnir járnbitar inn í veggina þegar þeir voru í byggingju.

Það var gert til að styrkja bygginguna. Næstum öll sætin voru gerð úr marmara og þegar þú fórst inn í það fékkstu gullpening og á honum var númer, og það númer sagði hvar þú áttir að sitja.

Aðeins smá partur af þessum sætum er enþá í góðu lagi. En versti gallinn er að lestir ganga undir hringleikahúsið sem gerir alltaf smá titring ef þú hefur höndina á veggjunum. Það boðar engann veginn gott.

Poseidon (3 álit)

Poseidon Poseidon hefur alltaf verið uppáhaldsguðinn minn eftir ég spilaði Age of Mythology en..

Þegar menn lentu í svona atvikum eins og sjá má á myndinni, báðu þeir til guðsins Poseidon til að komast heim.

Líka báðu menn hann um góða siglingu með því að slátra hestum og henda þeim í sjóinn..

Molotov - Ribbentrop (8 álit)

Molotov - Ribbentrop Þann 23. Ágúst 1939, kortéri fyrir styrjöld komu þessir háu herrar Evrópu saman og undirrituðu samning sem innsiglaði örlög álfunar. Plan Hitlers var nærri því skothelt, að taka Pólland, innlima þýsku löndin þar og vera þannig komnir með mörg hundruð kílómetra löng landamæri yfirráðasvæða sinna (og leppríkja hans) frá Eistrasalti að Svarta Hafi. Í staðin fengu Sovétmenn helming Póllands og báðir aðilar gátu athafnað sig í friði, annar við að klára Frakkland og England og hinn við hvaða dirty business Stalín tæki uppá (innlima Eistrasaltslöndin og fara í stríð við Finnland). Það eina sem Hitler þurfti var trúverðugur og heimskur leiðtogi Sovétríkjana, og vafist hefur fyrir mörgum hvað Stalín var að hugsa að sjá ekki raunveruleg plön Hitlers.

Ekki dugði friðurinn lengi og liðu ríflega tvö ár þar til Þjóðverjar sviku friðarsamninginn og hófu stærstu innrás síns tíma, með um það bil 3,5 milljón hermanna og tilheyrandi útbúnað.

Samningurinn hefur verið kallaður Molotov-Ribbentrop samningurinn í daglegu tali, en utanríkisráðherrar Þýskalands og Ráðstjórnarríkjanna skirfuðu undir hann. Á myndinni má sjá Vyacheslav Molotov skrifa undir samninginn. Fyrir ofan hann stendur svo Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra Þýskalands og þar má svo sjá önnur mikilmenni, þar á meðal Jósef Stalín, aðalritara Sovéska kommúnistaflokksins.

Ris og fall heimsveldis (8 álit)

Ris og fall heimsveldis Þetta málverk er eftir bandaríska listmálarann Thomas Cole (1801-48), og er týpískt fyrir “rómantíska stílinn” sem þá var alls ráðandi í myndlist.

Þessi mynd er sú fjórða í fimm mynda röð sem kallast gæti á íslensku “Æviskeið heimsveldis”. Hið ónefnda heimsveldi myndanna er fantasíu-kennd blanda af hinum fornu veldum Grikkja og Rómverja, og líklega fleiri eins og t.d. Býzansríkinu.

Það hefur verið tilfellið í mannkynssögunni að heimsveldi líða undir lok, oft hrynja þau undan eigin þunga og/eða sjálfumgleði.

Og við trúum engu síður á að slíkt lögmál gildi en þessi nítjándu aldar listamaður. Enda hafa nú nokkur heimsveldi hrunið eftir hans daga.

Skoðið hinar myndirnar í flokknum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Course_of_Empire

Rússar að ná Reichstag (13 álit)

Rússar að ná Reichstag Já, var eitthvað að browsa á uncyclopedia og datt á þessa mynd og mér fannst hún svo flott að ég þurfti bara að deila henni með ykkur…

Alexander The Great (12 álit)

Alexander The Great Já hérna er málverk af honum Alexander Mikla. Herkænska í gegnum tíðina væri bara ekki söm án hans.

Mikhail Gorbachev (2 álit)

Mikhail Gorbachev Einn af þessum stóru í sögu 20. aldar. Síðasti aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna og ef ekki hefði orðið valdaránstilraun íhaldsamra flokkshesta og annara innspilandi atburði hefði hann orðið bjargvættur annars deyjndi ríkis.

Ef Sovétríkin hefðu gengið í gegnum sitt perestrojka (og glastnost)eins og önnur svipiuð kommúnistaríki hafa gert eftir hrunið, hefði það eflaust teygt tímaskeið Ráðstjórnarríkjanna um langan tíma.
Lítum bara á hvernig Kína og Víetnam eru að fóta sig eftir að þeir gengu í gegnum sitt Perestrojka, en gott má alltaf bæta.

Meira um efnahags-og lýðræðisbreytingar Gobba á http://en.wikipedia.org/wiki/Glasnost
og http://en.wikipedia.org/wiki/Perestroika

Hvur skuldi þetta vera? (9 álit)

Hvur skuldi þetta vera? Jú, þetta er Alois Schicklgruber, sem seinna breytti nafni sínu í Hitler, sem er sennilega frægastur fyrir það að hafa getið og alið Adolf Hitler upp…

Þrumugnýr (8 álit)

Þrumugnýr Árið 1965 hófu Bandaríkjamenn fyrir alvöru stríðsrekstur sinn í Víetnam, sem þeir höfðu verið viðriðnir í nokkur ár á undan.

Ein af fyrstu stór-aðgerðum þeirra var loftárása-hrina sem kölluð var “Rolling Thunder”. Þar spiluðu vélar eins og þessar, F-105 Thunderchief – kölluð “Thud”, stórt hlutverk. En þrátt fyrir tæknilega yfirburði sína, misstu þeir margar vélar, og árangur þessara árása var takmarkaður. Átta ár voru enn í að Bandaríkjamenn gæfust loks upp á brölti sínu í Víetnam, og fyrir þá áttu hlutirnir aðeins eftir að versna.

Sjá meira hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Operation_Rolling_Thunde
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok