Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Náði þér! (10 álit)

Náði þér! Fræg forsíða breska “götublaðsins” The Sun, 4. maí 1982 þegar Falklandseyjastríðið stóð sem hæst. Þarna hafði breskur kjarnorkukafbátur sökkt argentíska tundurspillinum General Belgrano, í mannskæðasta atviki stríðsins. Blaðið sem nýverið hafði komist í eigu hins fræga Rupert Murdochs og studdi Thatcher-stjórnina með ráðum og dáð, þótti kynda óþarflega undir heimskulegan þjóðernisrembing og stríðsæsing í þessu stutta stríði.

Þessi forsíða vakti sérstaka hneykslun, því ósmekklegt þótti að fjalla um atburð sem kostaði yfir 300 manns lífið með þessum hætti, eins og um fótboltaleik væri að ræða. Þetta var þó hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem The Sun eða keppinautar þess á borð við Daily Express hneyksluðu, enda löng hefð fyrir öflugri “gulri pressu” í Bretlandi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Falklands_War
http://en.wikipedia.org/wiki/Tabloid

Ramses II og bardaginn að Kadesh (8 álit)

Ramses II og bardaginn að Kadesh Einn merkasti atburður í sögu Forn Egypta, þegar faraóinn Ramses II sigraði bardagann við hittíta að virkinu Kadesh.

C.G. Mannerheim (2 álit)

C.G. Mannerheim C.G. Mannerheim

Jósef Stalín (16 álit)

Jósef Stalín “Kremlarbóndinn” var hann kallaður hér á landi og ekki spöruð um hann lofsyrðin. Hann var í bókstaflegri merkingi átrúnaðargoð mis-gáfaðs og hrekklauss fólks um víða veröld, og á tímabili var hann meira að segja í miklum metum í hinum ramm-kapítalísku Bandaríkjum, kallaður “Uncle Joe”.

Í mannkynssögunni hafa fáir verið dýrkaðir jafn innilega og jafn víða og hann. Jafnframt hafa fáir, ef þá nokkrir, verið ábyrgir fyrir meiri hörmungum og fjöldamorðum. Austurrískur samtímamaður hans kemst nálægt honum, en allir hroðalegustu harðstjórar fyrri alda blikna í samanburðinum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_Stalin

Hver er maðurinn ? (11 álit)

Hver er maðurinn ? Hver er maðurinn sem hér má sjá á myndinni ?

Hvað hét hann? (5 álit)

Hvað hét hann? Hvað hét hann?

Thomas "Stonewall" Jackson (6 álit)

Thomas "Stonewall" Jackson Gen. Thomas “Stonewall” Jackson var ósigraður til dauðadags, hann var háttsettur foringi í her Suðurríki Ameríku. Margir sagnfræðingar telja að þrælastríðið hafi ekki endað eins og það gerði hefði hann lifað af.

Hans Corad Schumann (16 álit)

Hans Corad Schumann Hans Conrad Schumann, austur-þýskur landamæravörður, flýr yfir til Vestur-Berlínar árið 1961. Stuttu síðar er Berlínarmúrinn reistu

Vafasamur Íslandsvinur (20 álit)

Vafasamur Íslandsvinur Margir segja að öfga-hægrimenn hafi öll völd í USA um þessar mundir, og eru þar að tala um Ný-Íhaldsmenn (Neo-Conservatives), Georg & félaga – Cheney, Rumsfeld, Wolfowitz o.fl. Þeir rekja pólitískar rætur sínar allt aftur til Barry Goldwaters sem skít-tapaði forsetakosningunum 1964 fyrir Lyndon B. Johnson, en kannski þó helst Ronalds Reagan sem náði öllu betri árangri.

Þeir vilja þó að sjálfsögðu hreint ekki gangast við að vera neinir “öfga-hægrimenn”, því það hugtak hefur löngum verið frátekið fyrir menn eins og þennan.vægast sagt kynlega kvist. George Lincoln Rockwell var stofnandi og leiðtogi Bandaríska Nazistaflokksins á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin hafa lengi verið gróðrastía fyrir ýmsa furðulega (og á köflum hálf-hlægilega) öfgamennsku, og er Rockwell einn af mörgum tragikómískum fígúrum í því sem kallað er “The Fringe” stjórnmálana þar vestra.

Furðuleg staðreynd er að Rockwell kemur eilítið við Íslandssöguna: Hann var staðsettur í Keflavík á sínum herþjónustuárum, og giftist íslenskri konu, Þóru Hallgrímsson núverandi konu Björgólfs eldri Landsbankastjóra. Eitthvað mun Rockwell hafa talað um “hinn hreina aríska kynstofn” á Íslandi, í anda hinna þýsku fyrirmynda sinna, og tóku síðan aðrir skoðanabræður hans það upp.

Rockwell getur auðvitað ekki á nokkurn hátt talist merkilegur eða áhrifaríkur maður í sögunni. Hann er meira svona “curiosity”, dæmigerður fulltrúi hinnar grátbroslegu sögu Bandarískra Nazista.

http://en.wikipedia.org/wiki/George_Lincoln_Rockwell

Winston Churchill (18 álit)

Winston Churchill Winston Churchill
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok