Gamal Abdel Nasser - Einn af leiðtogum Egyptalands á 20. öldinni:
Arabíska lýðveldi Egyptalands var eitt sinn stórt og mikið veldi sem stofnað var einhverntíman um 3200 fyrir Krist. Landið er staðsett norður í Afríku og liggur á bökkum Nílar. Landið er þekkt fyrir sína stóru pýramída sem og sína miklu siðmenningu. Talið er að Narmer konungur stjórnaði landinu fyrst og var það í traustum höndum allt næstu þrjá árþúsundi, en missti það þó sjálfstæði sitt oft og mörgum sinnum, þ.á.m. til Rómverja, Grikki, Persa og nú síðast til Breta. Landið fékk svo loks sjálfstæði sitt aftur árið 1922 og komandi ár var þjóðþingið stofnað. Árið 1923 var svo stjórnarskráin skráð en var það í höndum Saad Zaghlul að sjá eftir þeirri skrift. Strax var Egyptaland farið að herma eftir nokkrum Evrópu þjóðum með að stofa einhverskonar frjálslyndaflokk, en var það fljótt skotið niður af Bretum, sem höfðu enn smá að segja um hvernig landinu ætti að vera háttað - en leiddi það til mikinn óstöðugleika í stjórn Egyptalands. Var það svo ekki fyrr en árið 1952 þar sem hernaðar valdarán eitt var framkvæmt og Farouk I konungur steyptur stóli, en ránið var lengi í undirbúningi.
18. júní 1953 var Muhammad Naguib hershöfðingi skipaður fyrsti forseti landsins en rúmu ári seinna var hann þvingaður til að segja af störfum vegna þess að Gamal Abdel Nasser (stjórnandi valdaránsins árið 1952) hafði framið enn eitt valdarán. Skipaði hann sjálfum sér forseta stólinn en þó með ágætis viðbrögðum almennings. Hans lífsmarkmið var að reyna að sameina Egyptaland og Sýrland en var áætlunni ekki framfylgt vegna dauða hans árið 1967. Sá sem tók við af honum hét Anwar Sadat og var fyrsta verkefni hans að skipta um megin bandalagsvin, þ.e.a.s. frá Sovétmönnum til Bandaríkjamanna. Svo árið 1973, ásamt Sýrlandi, skutu þeir óvænta árás á Ísrael og þó það sé mikið deilt um hver bar sigur af hólmi, er flestir á því að Egytar unnu mikinn póltískan sigur. Með Bandaríkin og Sovétríkin þjarmandi á þeim, var vopnahlé fengið og árið 1977 gerðist sögulegur atburður þar sem Sadat heimsótti Ísrael sem leiddi til friðasamninga komdandi ár. Sadat var mjög umdeilanlegur og m.a. var landið hans rekið úr ‘bandalagi Araba’ (samþykktir aftur árið 1989) og segja margir að það sé megin orsök þess að hann var ráðinn af dögum. Arftaki og núverandi stjórnandi heitir Hosni Mubarak.