Rauða ljósið virðist springa í milljón eindir í regndropunum á framrúðunni. Helga stígur létt á bremsuna og kveikir á rúðuþurrkunum. Ógeðslegt veður, rok og rigning, og hversvegna um mitt sumar? Hún andvarpar lágt og lokar augunum, orðin sein, orðin sein, segir hún við sjálfa sig, opnar augun og lítur á mælaborðsklukkuna. Auðvitað þurfti hún að vakna of seint, gersamlega ignora útvarpsvekjarann og sofa út, dreyma. Hún bölvar sjálfri sér í huganum, helvítis andskotans… Fyrir aftan hana...