Ég ákvað þar sem tvö ljóð urðu jöfn í skoðanakönnuninni, að velja það ljóð sem á nokkuð við í þeim heimi sem maður fær fréttir af á hverjum degi. Ljóðið er Slysaskot í Palestínu (í víngarðinum), eftir Kristján frá Djúpalæk. ——- Lítil stúlka. Lítil stúlka. Lítil svarteyg dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu, en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmusveinn. Mín synd er stór. Ó, systir mín....