Jæja ég var að koma af bestu tónleikum sem ég hef farið á lengi. Þeir voru í undirheimum FB, sem er frábært tónleikapleis, Mikið pláss, lítið og lágt svið, þannig að maður er í miklu meiri tengslum við hljómsveitirnar. Fyrstir á svið voru SnaFu, sem hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan mér áskotnaðist diskinn þeirra,Anger is not enough. Þeir voru með splúnkunýtt efni, og ég fílaði þá í botn. Það er nú samt held ég alltaf erfiðast að vera fyrstur á svið, tæknimaðurinn að stilla...