Þegar ég var lítill kom stundum dálítið undarlegt fyrir mig. Ég var að labba einhversstaðar úti, eða borða ís eða bara eitthvað hversdagslegt, þegar einhver mjög undarleg tilfinning gusaðist yfir mig. Bara í sekúndubrot í senn. Það var bara einhversskonar blossi, og ég hugsaði með mér, “Ég er ég”. Ég virkilega fann að ég var ég. Mjög undarlegt, og þegar ég fór að endurtaka nafnið mitt í huganum fór það að hljóma undarlega. Nýlega hef ég mjög mikið verið að hugsa um lífið og tilveruna, og um...