“Er heimurinn bara plat?”, spurði Jói litli pabba sinn með spyrjandi augnaráði. Pabbinn átti ekkert svar við svona djúphugsaðri spurningu að morgni dags og það hummaði í honum, þar sem hann sat við morgunverðarborðið með fyrsta kaffibollann og las Moggann. “Plat? Nei, það getur ekki verið”, svaraði hann bara og hélt áfram að lesa Moggann. “En ef heimurinn er ekki plat, afhverju er allt fólkið alltaf að plata?”, spurði Jói litli og var enn meiri spyrjandi en áður. Pabbinn hafði verið að...