Langaði að skrifa smá uppgjör um lífið mitt, ekkert sérstakt, bara smá útrás fyrir tilfinningar. Þegar ég hugsa um hamingju sé ég fyrir mér flottan bíl, ég sé fyrir mér stórann fataskáp, ég sé fyrir mér flott hús, grunnhyggja? Hver veit. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði ekki hamingjusamur fyrr en ég yrði sáttur með sjálfan mig, fyrr en ég samþykkti mig fyrir að vera sá sem ég er. Ég er ekki hamingjusamur nema ég líti vel út, nema hárið á mér sé fullkomlega greitt, húðin jöfn,...