Afburðarmenn og örlagavaldar. (Æviþættir 20 mikilmenna sögunnar): ,,Hann reið upp þrep dómkirkjunnar. Innan við dyrnar voru gull og auðæfi, herfang sigurvegara. Þegar hurðirnar opnuðust heyrðist dularfull og hræðileg rödd frá altarinu, og Atli, svipa Guðs, varð hræddur í fyrsta skipti. Hann fór ekki yfir þröskuldinn. Húnar flúðu af hjátrúafullum ótta frá hinni auðu borg, sannfærðir um að þeir hefðu heyrt rödd Guðs hinna kristnu manna."