Æi mér fannst þetta bara svo fyndið, lýsingin á þessu. Mér finnst alltaf svo fyndið að hlusta á (eða lesa) fólk sem kvartar undan hlutum sem eru asnalegir.
Ég lenti einu sinni í þessu. Það var hræðilegt. Ég gerði það sama og þú, og viti menn - hugari að nafni Aquatopia kom og reddaði málunum líkt og ískalt vatn á heitum sólarsteikarviðbjóðsdegi. Þvílík reynsla. Ég held ég gefi út bók. *fjaðrir*
Svíþjóð? Þú þarft nú ekki alveg að fara svo langt… hjá okkur vitleysingunum í MH er sjálfsali sem er ágætisnáungi. Þó ég hafi reyndar ekki talað við hann. En það er önnur saga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..