Ég tók öll samr.pr. nema samfélagsfræði (ég hata samfélagsfræði). Þessi próf eru ekkert stress, svo lengi sem þú nærð þeim, sem ætti ekki að vera erfitt ef þú undirbýrð þig og vilt læra og getur lært. Ekki flóknara en það. Að þessu loknu fór ég á náttúrufræðibraut í MH og sé ekki eftir því. Roknastuð, sko, alveg bara. …Þetta var ekki kaldhæðni, þó það hljómi pínu þannig. MH er góður skóli og ég er ánægð með flesta kennarana. Samt er dönskukennslan hérna mjög slöpp. Sem passar reyndar alveg...