Þessi göng eiga vonandi eftir að hleypa nýju lífi í svæðið kringum Siglufjörð, það er þekkt staðreynd að landsbyggðin er að veikjast. Það þarf að sporna gegn þeirri þróun með t.d. framkvæmdum af þessu tagi. Spyrjið ykkur nú hvort er mikilvægara að fólk á höfuðborgarsvæðinu komist hraðar á milli, eða að byggðir á landsbyggðinni styrkist.