Slakaðu á. Ég er ekki að tala um að það sé eitthvað sem má gera með því að stækka hraðalinn. Það er einfaldlega ekki hægt, samkvæmt okkar eðlisfræði að koma efni á ljóshraða. Þetta er eins og ef maður ætlaði að ýta kerru á sama hraða og bíl, það er sama hvað margir menn myndu hjálpa þér að ýta kerrunni, hún færi aldrei hraðar en þið kæmust og þið mynduð aldrei geta haldið í við bílinn. Það er einfaldlega ekki til næg orka til þess að koma efni á ljóshraða, hann er hámarkshraði heimsins sem...