Ég hendist áfram, ég ræð ekki við þetta, hef ekki stjórn á eigin líkama, hef ekki stjórn á eigin sál. Hver er ég? Ég veit ekki neitt, man ekki neitt, á ekki neitt. Engar minningar, ekki neitt. Mér er kalt, ég skil þetta ekki, hvar er ég? Allt er dimmt, og ég sé ekki neitt, ekkert. Ég hendist áfram í myrkrinu og sé að ég er ekki ein, allt í kringum mig eru fleiri, og öll þjótum við niður á fleygiferð, alein og enginn hefur tíma til að hugsa um annan en sjálfan sig. Ég lít í kringum mig og...