Árið var 1992. Það var ekkert rosalega mörg ár síðan ég var virkilega búinn að sökkva tönnunum í þungarokkið, hlustandi aðallega á hard rokkið eins og það var þá, Whitesnake, Warrant, Poison, Motley Crue, Steelheart, Cinderella.. you name it. Ég hafði gerst mikill aðdáandi Headbanger's Ball þáttanna á MTV, sem þá voru kynntir af súperbombunni Vanessa Warwick. Hörkuskvísa þar á ferð. Þetta voru vikulegir þættir og ég missti varla af þætti í ein 3-4 ár sem þátturinn var á dagskrá. Ég var...