Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

thorok
thorok Notandi frá fornöld 49 ára karlmaður
3.508 stig
Resting Mind concerts

Besta plata ársins 2004 skv. Danish Metal Awards (22 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Heimasíðan www.danishmetal.dk er fagnar hverju árinu sem líður með því að vera með það sem þeir kalla Danish Metal Awards, sem mér vitanlega er eina verðlaunaathöfnin í þessum geira þarna úti. Athöfnin fer þannig fram að tilnefndar eru nokkrar plötur/nokkrir aðilar í hverjum flokki fyrir sig og svo fær almenningur að kjósa á heimasíðunni þeirra. Besta plata ársins í ár var valin engin önnur en: Mercenary - 11 Dreams sem er fyllilega verðskuldað, því platan sú er algjört meistaraverk. Auk...

Wacken rútuferð 2005 Köben - Wacken (10 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta kemur frá Nordig Rock Booking, þeim sem skipulögðu rútuferðina síðast frá Köben til Wacken sem við tókum. Þeir hafa tryggt sér nokkra jólamiða á Wacken og eru að bjóða heildarpakkann heilum 300 dönskum kalli ódýrari en í fyrra, ásamt því að þeir henda einu stykki Wacken 2005 t-shirt með í kaupin. Þau bönd sem búið er að staðfesta núþegar á Wacken eru ACCEPT AXEL RUDI PELL CORVUS CORAX EDGUY EISREGEN ENDSTILLE ENSIFERUM FINNTROLL ILLDISPOSED MARDUK MERCENARY NIGHTWISH OBITUARY OVERKILL...

Loch Vostok - Dark Logic - sænskt Extreme Prog Metal (6 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Þessi sveit er frá Uppsala í Svíþjóð, skipuð einvala liði hljóðfæraleika, sveit reist á rústum sveitarinnar Mayadome. Aðalmaðurinn í Loch Vostok er gítarleikari/söngvari sveitarinnar Teddy Möller, sem merkilegt nok sá um að tromma í Mayadome. Þetta er mjög skemmtileg sveit live, hef séð hana nokkrum sinnum. Sveitin er ekki týpisk progmetal, heldur blandar inn í þetta áhrifum frá thrash og jafnvel grind. Fyrir er tónlistin grípandi og melódísk. Teddy, er mjög fjölbreyttur söngvari, alls...

Into Eternity frá Kanada með tvenna tónleika á Íslandi (1 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Tónleikar í Reykjavík, 27. og 28. október Hin margrómaða þungarokkshljómsveit Into Eternity frá Kanada mun leggja leið sína til landsins í október þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum. Þessi stórkostlega hljómsveit er á mála hjá Century Media útgáfufyrirtækinu, sem er eitt það stærsta í bransanum og er á leiðinni í langt tónleikaferðalag í Evrópu í október mánuði. Sveitin mun enda tónleikaferðalag sitt hér á landi, og má því búast við alveg ótrúlega þéttri frammistöðu frá þeim, enda...

Umsögn um Into Eternity - Buried in Oblivion (3 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að kanadíska hljómsveitin Into Eternity er að fara að spila hérna eftir einungis eina viku. Það eru að verða síðustu forvöð fyrir fólk að kynna sér sveitina, því metalhausar og aðrir eiga eftir að verða súrir ef þeir missa af þessu og uppgötva svo sveitina síðar (ég hef prófað slíkt sjálfur!). Tekið af dordingli: "Into eternity - Buried in oblivion [Centurymedia] 2004 www.intoeternity.com Frá borginni Regina í Saskatchewan-fylki í Kanada koma...

Aðstoð með plaköt fyrir Into Eternity tónleikana (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jæja, þá eru einungis um vika til stefnu í það að Into Eternity kemur til landsins og eins og áður þá þarf þetta batterí á ykkar aðstoð að halda við að dreifa plakötum og flyerum til að sem flestir viti af þessu! Mig vantar fólk til að fara í alla helstu skóla á suð-vesturhorni landsins og auðvitað sjoppur, myndbandaleigur, bensínstöðvar, pizzastaði, bókasöfn, sundlaugar, elliheimili, stórmarkaði og slíkt í sínu nágrenni. You get the picture :) Hér er listi yfir einhverja skóla sem mig...

Road trip frá Norðurlandi til Rvk vegna komandi tónleika??? (3 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hvernig er það, eru einhverjir hérna sem búa á Akureyri/Húsavík sem höfðu ætlað sér/langaði að skella sér suður til þess að fara á Comeback Kid og/eða Into Eternity tónleikana? Ég þekki nefnilega einn á Akureyri sem langar, og hef heyrt um nokkra aðra sem langar, en vantar far… spurning um að menn taki sig saman og skelli sér í road trip til Reykjavíkur!!

Into Eternity (Kan) 27. okt í Hellinum / 28. okt Grand Rokk (11 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
RestingMind Concerts kynnir með stolti: INTO ETERNITY á Íslandi Hin margrómaða þungarokkshljómsveit Into Eternity frá Kanada mun leggja leið sína til landsins í október þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum. Þessi stórkostlega hljómsveit er á mála hjá Century Media útgáfufyrirtækinu, sem er eitt það stærsta í bransanum og er á leiðinni í langt tónleikaferðalag í Evrópu í október mánuði með samlöndum sínum í sveitinni Kataklysm og þýsku sveitunum Graveworm og Mystic Circle. Sveitin mun...

Enn af Nightwish - Nýtt myndband! (15 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 1 mánuði
Finnska sinfóníuþungarokkssveitin Nightwish, sem gaf út plötuna Once í sumar, er búin að gera nýtt myndband af þessari plötu, að þessu sinni við lagið I Wish I had an Angel, hraðan rokkara með industrial ívafi. Hér er ekkert verið að spara, hérna er allt keyrt í botn, og alveg ljóst að Nightwish stimpla sig inn hérna sem METAL hljómsveit. Annars er það að frétta að Once, er komin í platínusölu í Þýskalandi, það leggst við tvöfalda platínusölu í Finnlandi, gullsölu í Noregi og Sviss og næstum...

Fyrstu upphitunarhljómsveitirnar fyrir Into Eternity (2 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hér með tilkynnast þrjár fyrstu upphitunarhljómsveitirnar fyrir Into Eternity. . . . . . . Klink Nevolution Brothers Majere Fleiri bönd eiga eftir að bætast við á næstu dögum vonandi…

Into Eternity (Kanada) á Íslandi 27. og 28. október! (16 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Frá Restingmind Concerts… Síðast var það AMON AMARTH…. Núna er það…. ** INTO ETERNITY ** Mér er það alveg hrikalega mikill heiður að kynna þessa hljómsveit, enda í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér. Into Eternity mun spila tvenna tónleika á Íslandi 27. og 28. október. Þessi hljómsveit er á mála hjá Century Media þungarokksplöturistanum og gaf út sína þriðju og jafnframt bestu plötu, Buried in Oblivion, fyrr á þessu ári. Sveitin spilar samblöndu af progressive power metal og tæknilegu dauðarokki,...

Nýtt lag með Nightwish til downloads (2 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Roadrunner Records, sem fékk Nightwish til liðs við sig fyrr í sumar eftir velgengnina í Evrópu, hefur sett nýja singulinn, Wish I had an Angel, á heimasíðu sína til downloads. http://www.roadrun.com/shared/downloads/Nightwish/WishIHadAnAngel.mp3 Þá hafiði nýtt skotmark til að handa skítnum í núna… :brosandiogsvalur Þetta lag inniheldur reyndar miklu meiri söng frá karl-söngvara sveitarinnar, sem er allt öðruvísi en söngkonan (miklu grófari). Einnig er lagið mun hraðara en Nemo, harðara og...

Into Eternity - Buried in Oblivion. Progressive thrash metal frá Kanada (9 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Borgin Regina, í Saskatchewan fylki í Kanada er þekkt sem sólríkasta fylkis-höfuðborgin þar í landi, jafnvel þó á borginni dynji stormveður í 30 tíma að meðaltali á hverju ári. Það er e.t.v. sú veðurfarslega andstæða sem getur hjálpað til við að útskýra hið hljóðræna jin/jang sem hljómsveitin Into Eternity stendur fyrir. Rétt eins og hin norðlega heimaborg þeirra sveiflast milli myrkurs og ljóss, þá nær þessi kvintett á óaðfinnanlegan hátt að blanda saman progressive power metal og tæknilegu...

Mercenary - 11 Dreams - Plata ársins? (7 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Kæru hálsar, ein besta metalplata sem komið hefur frá Danmörku fyrr og síðar er fundin. Hljómsveitin heitir <b>Mercenary</b> og platan heitir <b>11 Dreams</b>. Það hefur verið alveg gríðarleg uppsveifla í dönsku þungarokki síðustu ár, sem hefur skilað sér í afbragðsplötum frá böndum eins og Urkraft, Raunchy, Mnemic, Hatesphere og Mercenary. Mercenary kom sér einmitt á kortið fyrir 2 árum með plötunni sinni Everblack sem landaði sveitinni samning með risann Century Media. 11 Dreams er svo...

Nýja Pain of Salvation - BE, útgáfudagur: 27. sept 04 (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Tékkið á stuttum tóndæmum af öllum lögum plötunnar hérna: <a href="http://www.insideout.de/indexx.php?arg=AQcSBEtBQUyRAQ">http://www.insideout.de/indexx.php?arg=AQcSBEtBQUyRAQ</a> Þetta er bara alltof stutt til að maður fái skammtinn sinn…

Nýja Pain of Salvation - BE, útgáfudagur: 27. sept 04 (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Tékkið á stuttum tóndæmum af öllum lögum plötunnar hérna: http://www.insideout.de/indexx.php?arg=AQcSBEtBQUyRAQ Þetta er bara alltof stutt til að maður fái skammtinn sinn…

Metall (2 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Forsíða komandi tölublaðs Kerrang! með Nightwish á forsíðunni! Sveitin er virkilega farin að láta finna fyrir sér, einnig í Bretlandi að er virðist!!

Metall (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sænska sveitin Freak Kitchen kom hingað í heimsókn í fyrra og spilaði á tónleikum ásamt færeysku sveitinni Týr. Þeir tóku nokkrar myndir úr förinni og hafa skrifað smá photo weblog um heimsóknina á eftirfarandi slóð: http://www.freakkitchen.com/weblogs/iceland/index

Mastodon á Grand Rokk 12. júlí (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mastodon frá USA spila á Grand Rokk laugardagskvöldið 12. júlí ásamt Brain Police og Dark Harvest

Mastodon á Grand Rokk (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mastodon spila á Grand Rokk laugardagskvöldið 12. júlí ásamt Brain Police og Dark Harvest

Metall (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er albumið fyrir fyrstu plötu Pain of Salvation, Entropia. Þessi plata er talin rokkaðasta platan frá PoS, full af funki, thrashi og melódík.

Rokk (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Layne Staley, söngvari sveitarinnar Alice in Chains er látinn. Hann var fundinn dauður á heimili sínu á föstudag, en dánarorsök er enn ókunnug. Sjá nánar: http://www.cnn.com/2002/US/04/20/staley.dead/index.html

Rokk (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Stærri mynd hérna: http://www.jesuschristsuperstar.nu/9press/orkestern.jpg Um þessar mundir er verið að setja upp söngleikinn Jesus Christ Superstar í borginni Eskilstuna í Svíþjóð og var hljómsveitin Pain of Salvation fengin til að sjá um rokkhlutann í tónlistinni. Reyndar gat trommari þeirra ekki verið með, svo að söngvari sveitarinnar, Daniel Gildenlow, brá sér bara á trommurnar. Myndin sýnir s.s. það orhcestra sem sér um tónlistina, þmt. Pain of Salvation aftast. Meiri upplýsingar:...

Metall (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hérna er það. Coverið á Master of Puppets disknum sem teknir voru upp í Barcelóna í febrúar. Dream Theater, sem er ein af frumkvöðlunum í því sem kallað er Progressive Metal spilaði alla Master of Puppets plötuna á þessum tónleikum, EFTIR að hafa spilað eigið efni í heila tvo klukkutíma!! Þetta gerðu þeir sem tribute til Metallica, en þeir eru einmitt miklir aðdáendur þeirrar sveitar. Þess má geta að vegna þess hve myndin er lítil hérna, sést ekki hvað stendur á fremstu krossunum þremur, en...

Metall (0 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Trommusett Mike Portnoy - The Siameese Monster. Settið sem trommuleikari Dream Theater, Mike Portnoy, notar á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Evrópu, þ.á.m. í Kaupmannahöfn 28. jan. 3 bassatrommur… tveir snerlar… óteljandi symbalar… Maður verður hálf agndofa þegar maður sér svona og upplifir Live. Make no mistake about it. Maðurinn notaði ALLT settið!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok