Hér eru tveir textar sem ég samdi á liðnu ári. Annan þeirra hef ég melt í nokkra mánuði og er nokkuð sáttur en hinn seinni er á einhvers konar frumstigi. Kjalarnes I. Hér er ég umkringdur af klettum og sjó, háum fjöllum, sem vert væri' að klífa, og kolsvörtum klettum, sem rísa úr hafinu. Sólin er rifa á himninum og lýsir upp forna hafið. II. Ég veit að hér búa hinir geðsjúku og að þeir munu aldrei sleppa héðan. Ég heyri enn kæfð öskur þeirra bergmála frá tómu, hvítu göngunum með glansandi...