HA! Ég er 15 að verða 16 eftir örfáa daga og ég geri mér nokkurnvegin grein fyrir því hversu erfitt það er að vera með börn. Elst af systkinum mínum og hef passað mikið fyrir annað fólk. Og það hefur leitt til þess að mig langar alls ekki í krakka. Ég fæ nú oftast viðbrögðin: Ja, þegar þú verður eldri … Og eflaust er það rétt, en í augnablikinu langar mig að gera allt annað en að verða ólétt, ‘skemma’ líkama minn (full gróft kannski), vera í fullri vinnu (því barneignir eru það) osfr.