Ford skilar tapi Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 1,19 milljörðum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2006. Fyrir nokkru tilkynnti fyrirtækið um endurskipulagningu á rekstri ,uppsögnum starfsmanna og lokun verksmiðja. Ford skilaði 1,2 milljarða dollara hagnaði á sama tíma í fyrra. Ford hefur í bígerð að segja upp 30,000 manns og loka 14 verksmiðjum fyrir árið 2012 til að draga úr kostnaði. Auk aukins kostnaðar fyrirtækisins dróst sala á ford bílum saman um 3% á fjórðungnum með þeim...