Fyrir þá sem ekki kunna langar mig að birta hér mannganginn: Í venjulegu tafli eru 32 menn. 16 eru svartir og 16 hvítir. Það eru 8 peð, 2 hrókar, 2 riddarar, 2 biskupar, 1 drottning og einn kóngur í hverju liði. Þeim er leikið svona á skákborði: Peð: Þau eru veikbyggðasti taflmaðurinn, getur gengið 2 reiti áfram í byrjun á upphafsreit og gengur svo einn reit áfram en alls ekki aftur á bak. Það drepur einn reit til ská fyrir framan sig. Svo er til framhjáhlaup en það er erfitt að lýsa því...