Ég var að spá í að fara í Windows Vista og náði í forritð á netinu “Windows Vista Upgrade Advisor” og tölvan skannaði og niðurstaðan var að ég get ekki notað NVIDIA Gerforce GTS 512! En ég hef það skjákort í tölvunni. Getur maður ekki notað öll skjákort í tölvunni með Vista?
Hvað eru margir hérna sem eru ennþá að spila FS2004? Það er furðulegt að á flightsim.com og avsim.com er meirihlutinn FS2004 þótt leikurinn sé orðin gamall og langt síðan Flight Simulator X kom út! Er vitað hvað nýjasti simminn á að heita?
Á vængendanum er AIM-120 AMRAAM flugskeyti og eitt stykki kostar 386.000 dollara! sem sagt tæp 33 milljónir íslenska króna Undir vængnum er IRIS-T flugskeyti og stykkið kostar um 270,000 dollara
Ég hef eina Canon 400D og ætla fara versla mér linsu,en passa allar Canon linsur á 400D týpuna? Svo annað hvað linsa er best ef maður vill ná miklu zoom,sem dæmi ef maður sé stattur uppí stúku á Laugardalsvellinum og maður vill ná góðum myndum.
Ég var að sækja þetta póst forrit á netinu en hvernig á maður að nota það? Ég meina uppsetning á því og framvegis. Veit einhver hvernig þetta virkar? Kv
Málið er að ég fór með tölvuna mína í viðgerð og mér var tilkynnt að harði diskurinn væri ónýtur,en er nokkur leið til að endurheimta ljósmyndir sem voru á disknum? Þetta eru fjölskyldumyndir sem var á honum og það væri bagalegt að missa það. kv
Þegar ég ræsi tölvuna birtist þetta “NTLDR is missing” Ég setti Windows XP diskinn í og ætlaði að setja bara þá windows uppá nýtt og þegar ég er búinn að keyra hann upp í dálitinntíma að þá birtist Windows cannot find any drives! Hvað getur verið að? Hjálp óskast.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..