Þetta hefur verið í fínu lagi hjá mér, síðan fyrir svona 3 mánuðum þegar að ég skipti um kassa, eftir að ég gerði það þá stoppar tölvan í 5-10 min á startup skjánum til að leita að geisladrifinu þegar að það er tengt, hún finnur það að lokum en það tekur þennan svakalega langa tíma. Svo þegar að ég tek geisladrifið úr sambandi þá gengur þetta einsog það á að gera, fer framhjá startup skjánum á nokkrum sec. Móðurborðið sem ég er með heitir GA-K8NS Pro og geisladrifið er bara ósköp venjulegt...