ég var nú 15 ára stelpukjáni þegar ég fékk mér gat í nefið, var gert með byssu af snyrtifræðingi. Mæli ekkert með þvi, það eru ekki allir jafn heppnir og ég, en gatið mitt hefur ekki verið til neinna vandræða. s.s. 2 ár síðan ég fékk það og mér fannst það EKKI vont. Auðveldasta gat sem ég hef fengið, en aftur á móti hef ég ekki hugmynd hvernig tilfinningin er þegar gert er með nál.